Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 30. janúar 2020 11:22
Elvar Geir Magnússon
Bruno Fernandes mættur á Carrington svæðið
Fernandes kom til Manchester á einkaþotu í gærkvöldi.
Fernandes kom til Manchester á einkaþotu í gærkvöldi.
Mynd: Twitter
Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes er mættur á Carrington æfingasvæðið þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og ganga frá skiptum sínum yfir til Manchester United.

Fernandes kom til Manchester á einkaþotu í gærkvöldi.

United staðfesti í gær að félagið hefði náð samkomulagi við Sporting Lissabon um kaupverðið og vonast til að leikmaðurinn komi með aukinn sköpunarmátt á miðsvæðið.

United mun borga um 55 milljónir evra fyrir Fernandes en með ákvæðum gæti sú upphæð hækkað upp í 80 milljónir evra.

Fernandes er 25 ára og kom til Sporting frá Sampdoria 2017. Hann hefur skorað 64 mörk í 137 leikjum í öllum keppnum og vann portúgalska bikarinn með Sporting á síðasta ári.

Hann á 19 landsleiki fyrir Portúgal.
Athugasemdir
banner
banner