Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 30. apríl 2022 18:37
Brynjar Ingi Erluson
England: Allt eftir bókinni á Elland Road - Man City aftur á toppinn
Gabriel Jesus hefur spilað feykivel í síðustu leikjum
Gabriel Jesus hefur spilað feykivel í síðustu leikjum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Leeds 0 - 4 Manchester City
0-1 Rodri Hernandez ('13 )
0-2 Nathan Ake ('54 )
0-3 Gabriel Jesus ('78 )
0-4 Fernandinho ('90 )

Manchester City er komið aftur í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4-0 sigur á Leeds United á Elland Road.

Það munaði ekki miklu að heimamenn kæmust yfir í byrjun leiks eftir að Joao Cancelo rann til. Rodrigo var á leið í einn og einn en hann var ekki nógu fljótur að koma boltanum frá sér og komst Ilkay Gündogan fyrir og bjargaði City.

Sjö mínútum síðar tóku Englandsmeistararnir forystuna. Phil Foden tók aukaspyrnu frá vinstri inn í miðjan teiginn. Rodri var þar aleinn og skallaði boltann í hægra hornið.

Gestirnir gátu svo andað aðeins rólegra í byrjun síðari hálfleiks eftir að Nathan Aké potaði boltanum í netið eftir hornspyrnu.

Leeds átti nokkur fín augnablik í leiknum en liðið náði aldrei að gera sér mat úr þeim.

Man City gerði út um leikinn tólf mínútum fyrir leikslok með marki frá Gabriel Jesus. Phil Foden fann Jesus, sem tók við boltanum og kom honum framhjá Meslier í markinu.

Leeds var nálægt því að minnka muninn undir lok leiks eftir að Joe Gelhardt spilaði Daniel James í gegn. James fór framhjá Ederson og kom boltanum á markið en þá var Ruben Dias mættur til að bjarga á línu.

Nokkrum mínútum síðar kom fjórða og síðasta mark City í leiknum en hann gerði það með föstu skoti fyrir utan teig. Meslier var í boltanum en náði ekki að stöðva þetta kraftmikla skot.

Góður sigur Man City á Leeds og er liðið aftur komið í efsta sæti úrvalsdeildarinnar. City er með 83 stig, stigi meira en Liverpool þegar fjórir leikir eru eftir. Leeds er með 34 stig í 17. sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Everton sem er í fallsæti og á tvo leiki inni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner