Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. maí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ: Við þurfum fleiri konur í fótbolta
Mynd: KSÍ
Knattspyrnusamband Íslands hvetur fleiri konur til ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna.

Knattspyrnusambandið birtir frétt á vefsíðu sinni og segir þar: „Við þurfum fleiri konur í fótbolta."

„Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns. Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta og hvetur KSÍ konur til að ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna og hefja störf - sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni," segir í frétt KSÍ.

KSÍ hefur gefið út myndbönd þar sem rætt er við þrjár konur sem eru virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni og segja þær frá sínu starfi og sinni reynslu af því að vera konur í fótbolta. Þetta eru þær Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í Hafnarfirði, Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter sem starfar við þjálfun hjá Hetti á Egilsstöðum og Bergrós Lilja Unudóttir sem er KSÍ-dómari.

Hægt er að sjá myndböndin hérna.
Athugasemdir
banner