Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. maí 2021 15:10
Victor Pálsson
„Munum ekki sjá aðra Ofurdeild næstu tíu árin"
Mynd: Getty Images
Knattspyrnan mun ekki heyra af annarri 'Ofurdeild Evrópu' næstu tíu árin að sögn Aleksandar Ceferin, forseta UEFA.

Það varð allt vitlaust í síðasta mánuði er tilkynnt var um nýja Ofurdeild sem átti að koma í stað fyrir Meistaradeild Evrópu.

Mörg stórlið voru búin að samþykkja þáttöku í deildinni áður en þau ákváðu öll að draga hana til baka.

Ofurdeildin verður ekki stofnuð á næstu árum en þetta verkefni fékk ekki að lifa mikið lengur en í 48 klukkutíma.

„Ég var mjög vonsvikinn að heyra af þessari Ofurdeild því þetta var samsæri skapað af ákveðnum félögum," sagði Ceferin.

„Í lok dags þá er jákvætt að þetta hafi gert, þetta hjálpaði að koma stöðu fótboltans í Evrópu á hreint."

„Maður getur aldrei sagt aldrei en ég held að við munum ekki sjá annað eins næstu tíu árin."
Athugasemdir
banner
banner