Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 30. ágúst 2021 21:17
Innkastið
Finnur til með Keflvíkingum - „Rauða spjaldið algjör fásinna"
Mairley Blair, leikmaður Keflavíkur.
Mairley Blair, leikmaður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Glórulaus dómur," segir Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu þar sem rætt er um rauða spjaldið sem Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk í fallbaráttuslag gegn HK í gær.

Tómas Þór Þórðarson er sammála Ingólfi og segir að HK-ingar hafi fengið hjálp frá dómaranum, Ívari Orra Kristjánssyni. Blair fékk rautt á 22. mínútu en HK skoraði eina mark leiksins ellefu gegn tíu í seinni hálfleik og komst upp úr fallsæti.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaður HK, og Blair voru að kljást sem endaði með því að Blair fékk rautt fyrir að slá til Ásgeirs. Ívar Orri sagði í viðtali eftir leik að hann væri sáttur með ákvörðunina.

„Ég skil ekki fyrir mitt litla líf hvernig þeir gátu dæmt þetta. Hann sagðist ekki hafa séð þetta 100% en hafa fengið hjálp frá fjórða dómara sem hafði séð þennan tittlingaskít af 100 metra færi," segir Tómas.

„Ásgeir Börkur er með almenn leiðindi, flækist eitthvað utan í hann. Ef þú ætlar að vera harður vertu það þá í báða enda. Hann gerir sitt í að fiska hann út af," segir Ingólfur.

„Dómurinn var algjör fásinna og ég finn til með Keflvíkingum að hafa þurft að spila manni færri því þetta var svo sannarlega rangt. Þetta var þvæla og fór með leikinn."

Fótbolti.net bað Ásgeir Börk um að koma í viðtal eftir leikinn til að ræða atvikið en hann afþakkaði það.

„Mönnum var svo heitt í hamsi eftir leik og það voru ljót orð kölluð á ganginum í Kórnum," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.


Innkastið - Kraumar í Laugardal, Fylkiskrísa og Blikar óstöðvandi
Athugasemdir
banner
banner
banner