Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 30. ágúst 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Jó um framhaldið: Svo fer ég til Spánar í golf
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, vildi ekki tjá sig mikið um framtíð sína hjá Fimleikafélaginu í viðtali eftir tap gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni í gær.

Ólafur tók við FH snemma á tímabilinu eftir að Logi Ólafsson var látinn fara.

FH er í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar en það er spurning hvort að Ólafur verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili.

„Ég er bara að hugsa til loka tímabilsins. Svo fer ég til Spánar í golf," sagði Óli í samtali við Fótbolta.net.

Hann var þá spurður hvort hann myndi hætta með FH.

„Það kemur bara í ljós."

Þetta er í fjórða sinn sem Ólafur er að stýra FH. Hann vann fjóra titla með FH frá 2003-2007; þrjá Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil.
Óli Jó um hjólhestaspyrnuna: Þetta var geggjað mark
Athugasemdir
banner
banner