Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. ágúst 2022 23:15
Elvar Geir Magnússon
Pablo og Patrick í banni í næstu umferð
Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals.
Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sex leikmenn í Bestu deild karla taka út bann í 20. umferð deildarinnar sem fer að mestu fram á sunnudag. Einn leikur er á mánudag þegar topplið Breiðabliks tekur á móti Val.

Tveir danskir leikmenn Vals verða í banni í þeim leik, sóknarmaðurinn Patrick Pedersen og miðjumaðurinn Lasse Petry en báðir hafa þeir safnað fjórum gulum spjöldum.

Íslands- og bikarmeistarar Víkings fá ÍBV í heimsókn á sunnudag en Pablo Punyed og Erlingur Agnarsson, leikmenn Víkings, taka út bann i þeim leik.

Johannes Vall, leikmaður ÍA, verður í banni í leik gegn KR og Jóhann Árni Gunnarsson fékk rautt í síðustu umferð og verður því í banni hjá Stjörnunni sem fær Keflavík í heimsókn.

sunnudagur 4. september
14:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
14:00 Leiknir R.-FH (Domusnovavöllurinn)
17:00 ÍA-KR (Norðurálsvöllurinn)
17:00 Fram-KA (Framvöllur - Úlfarsárdal)
19:15 Stjarnan-Keflavík (Samsungvöllurinn)

mánudagur 5. september
19:15 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner