Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. september 2021 23:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristín Dís spennt: Vonast eftir því að halda 100% árangri
Gæti orðið bikarmeistari í þriðja sinn á morgun.
Gæti orðið bikarmeistari í þriðja sinn á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katie Cousins var í sama skóla í Bandaríkjunum
Katie Cousins var í sama skóla í Bandaríkjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðdís missti af nokkrum leikjum vegna veikinda.
Heiðdís missti af nokkrum leikjum vegna veikinda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnað á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli á morgun?
Fagnað á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli á morgun?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Þróttar á Laugardalsvelli. Sigurvegari leiksins verður Mjólkurbikarmeistari árið 2021.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er hægt að kaupa sér miða á leikinn á tix.is.

Kristín Dís Árnadóttir er ein af lykilmönnum Breiðabliks og ræddi hún við Fótbolta.net í dag.

Nýtt áhorfendamet? - Gott veður á morgun
„Við erum allar mjög spenntar, það er alltaf mjög gaman að vera í bikarúrslitaleikjum," sagði Kristín í dag. Framundan er svo Meistaradeildarleikur strax í næstu viku. Náið þið að ýta því til hliðar á meðan?

„Já, kom mér eiginlega aðeins á óvart. Við erum ekkert að hugsa um það verkefni og erum með fulla einbeitingu á leikinn á morgun, það er aðalmálið hjá okkur þessa stundina."

Hvernig líst þér á að spila á Laugardalsvelli? „Það á að reyna slá áhorfendamet og ég hvet alla til að koma á völlinn. Það á að vera mjög fínt veður. Það er alltaf gaman að spila á þessum velli, ég vonast eftir góðri stemningu."

„Það eru allar í hópnum klárar í slaginn, engin meiðsli og engin með covid. Heiðdís er komin til baka og komin á sinn stað."


Eru allavega með ellefu leikmenn
Fréttaritari forvitnaðist hvort að leikmenn sem eru í skóla í Bandaríkjunum kæmu til að spila leikinn. Kristín sagði það ekki vera tilfellið fyrir leikinn á morgun.

Umtalað er að leikmannahópur Breiðabliks sé ansi þunnskipaður.. „Það eru ellefu sem mega byrja inn á og við erum allavega með ellefu. Ég hef engar áhyggjur af því. Við erum búnar að fá tvær nýjar sem koma inn í Meistaradeildina og það er bara flott."

Alls ekkert vanmat
Breiðablik vann dramatískan sigur gegn Þrótti í fyrri leik liðanna í deildinni í sumar og vann svo mjög sannfærandi sigur í seinni leiknum. Er hægt að nýta þá leiki eitthvað í undirbúningi fyrir leikinn á morgun?

„Þetta eru tvær mismunandi keppnir og það getur allt gerst í þessum bikar. Miðað við viðureignirnar í sumar, fyrri leikurinn var þvílík dramatík og í seinni leiknum keyrðum við yfir þær. Vonandi verður það niðurstaðan á morgun."

Gæti þessi seinni leikur gegn Þrótti vakið upp eitthvað vanmat hjá ykkar liði? „Nei, alls ekki. Við sáum hvernig fyrri leikurinn fór og það er alls ekkert vanmat. Þær eru með hörkulið og sýndu það í sumar."

Búist þið við einhverju óvæntu frá þeim í þeirra leik? „Ég í rauninni veit það ekki, við hugsum mest um okkar leik, ég veit ekki hvað Þróttur mun gera."

Það eru yfirvofandi þjálfaraskipti hjá liðinu, hefur það truflandi áhrif? „Nei, Villi var búinn að segja að hann tekur þennan leik og örugglega eitthvað lengra. Við spáum ekkert í því, vitum jafn lítið og hver annar."

Orðið bikarmeistari í tvígang
Kristín er að fara í sinn þriðja úrsitaleik, hún var í hópnum hjá Blikum árið 2016 og spilaði svo í vinstri bakverðinum árið 2018. Er svipaður undirbúningur fyrir þennan leik og fyrir þá leiki?

„Það er alltaf mikil spenna, alltaf gaman að spila úrslitaleiki. Maður er í þessu fyrir þessa leiki og það eru forréttindi að fá að spila þá."

Breiðablik vann bikarinn bæði 2016 og 2018. „100% árangur í þeim leikjum og maður vonast auðvitað eftir því að halda því þannig áfram."

Bauð Katie velkomna í góða veðrið
Að lokum var Kristín spurð út í tengsl milli Breiðabliks og Þróttar. „Sóley [María Steinarsdóttir] kom til okkar á láni árið 2019 þannig hún þekkir aðeins til hjá okkur."

„Svo var ég í skóla með Katie sem spilar á miðjunni í Þrótti. Við þekkjumst ágætlega, annars er maður bara vanur því að spila gegn Þrótti og þekkir flestar út frá því."


Eru einhver samskipti milli þín og Katie fyrir þennan leik? „Nei, ég hef eiginlega ekkert heyrt í henni. Hún var eitthvað að kvarta út af veðrinu, snjór og vindur. Ég bauð hana bara velkomna til landsins. Ég hitti hana fyrir tilviljun á kaffihúsi í fyrradag sem var mjög skemmtilegt, önnur voru samskiptin ekki," sagði Kristín að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner