Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. október 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Oliver Stefáns frá í hálft ár til viðbótar
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn ungi Oliver Stefánsson er á leið í aðgerð vegna meiðsla og verður frá keppni í hálft ár í kjölfarið.

Hinn 17 ára gamli Oliver gekk til liðs við sænska félagið Norrköping frá ÍA síðastliðinn vetur.

Hann hefur lítið spilað undanfarna mánuði vegna meiðslanna en þau byrjuðu að hrjá hann eftir úrslitakeppni EM með U17 ára landsliði Íslands í vor.

„Þetta hefur böggað mig síðan eftir EM með U17 og ég hef aldrei náð mér 100% eftir það," sagði Oliver við Fótbolta.net.

„Núna var tekinn ákvörðun ég þyrfti á þessari aðgerð að halda og eru svona sirka sex mánuðir í að ég fari aftur að sparka í bolta úti á velli eftir hana."

„Ég vona bara hún heppnist vel og ég komist sem fyrst út á völl að gera það sem ég elska mest að spila fótbolta."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner