Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 30. október 2019 16:19
Elvar Geir Magnússon
Þórdís Hrönn í KR (Staðfest)
Þórdís í leik á KR-vellinum.
Þórdís í leik á KR-vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið KR heldur áfram að bæta í hóp sinn en Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning. Þórdís kemur frá Þór/KA þar sem hún spilaði síðasta sumar.

Þórdís Hrönn er fædd 1993 og hún á að baki 121 meistaraflokksleik og skoraði í þeim 29 mörk, með Stjörnunni (2016 og 2018), Breiðabliki (2009-2013) og Þór/KA (2019).

Hún skipti yfir í Kristianstad DFF frá Stjörnunni 1. febrúar 2019, en hafði áður verið hjá Älta IF í sænsku Eliettan 2014 og 2015. Hún á að baki fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands og tvo með A-landsliðinu.

„Þórdís Hrönn, sem kemur til KR frá Þór/KA þar sem hún var á mála síðastliðið sumar, er mjög öflugur leikmaður og mun án efa styrkja KR liðið á komandi tímabilum. Bjóðum við Þórdísi Hrönn innilega velkomna í KR!" segir á heimasíðu KR.

Fyrr í dag tilkynnti KR að Ana Victoria Cate væri kominn til félagsins.

KR hafnaði í sjöunda sæti í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner