Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. desember 2017 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kompany kominn með mastersgráðu
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City og belgíska landsliðsins, var að ljúka mastersgráðu í fyrirtækjastjórnun.

Kompany hefur stundað nám samhliða atvinnumennskunni undanfarin ár. Hann segir móður sína hafa kennt sér mikilvægi menntunar frá unga aldri.

„Ég vil spila fótbolta eins lengi og ég get, mér finnst mikilvægt að vera með gráðu uppá framtíðina. Hver veit hvað gerist þegar knattspyrnuferlinum lýkur," sagði Kompany.

„Mér hefur alltaf fundist afar mikilvægt að mennta mig. Móðir mín heitin lagði alltaf mikla áherslu á menntun. Ég held minningu hennar lifandi með að mennta mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner