Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. desember 2019 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Pogba ekki á förum í janúar
Paul Pogba virðist sáttur hjá Manchester United
Paul Pogba virðist sáttur hjá Manchester United
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba hjá Manchester United, segir að leikmaðurinn sé ekki á förum frá félaginu í janúar.

Franski miðjumaðurinn reyndi að komast til Real Madrid síðasta sumar en Manchester United vildi ekki selja hann.

Pogba hefur glímt við meiðsli á þessu tímabili og aðeins spilað átta leiki og lagt upp tvö mörk.

Hann hefur verið að snúa aftur í liðið en hann kom af bekknum gegn Newcastle og Watford og var þá ekki með gegn Burnley á dögunum.

„Ég fer eftir því sem Solskjær segir. Pogba fer ekki og það er í góðu lagi. Við erum í góðum málum hjá Manchester United," sagði Raiola.

„Paul hefur verið að glíma við meiðsli og reynt að vinna úr því og það er það eina sem við erum að hugsa um núna. Ef Ole hefur einhverjar hugmyndir með hann og vill tala um það þá er hann með númerið mitt en þangað til ræði ég við Ed Woodward því það er manneskjan sem ég tala alltaf við hjá félaginu. Ég hef aldrei talað við Ole."

„Þannig ég veit það ekki. Ég veit bara að Paul virðir hann og elskar hann fyrir það sem hann hefur gert fyrir hann. Þannig er það og það er það eina sem ég veit um Ole,"
sagði Raiola.
Athugasemdir
banner
banner