Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 30. desember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zaniolo gífurlega óheppinn - Ætlar að ná EM
Zaniolo með boltann í leik með Roma.
Zaniolo með boltann í leik með Roma.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Nicolo Zaniolo, sem er á mála hjá Roma í ítölsku úrvalsdeildinni, er búinn að vera gríðarlega óheppinn með meiðsli á sínum ferli.

Hinn 21 árs gamli Zaniolo meiddist illa í landsleik með Ítalíu í september síðastliðnum. Hann sleit krossband í annað sinn með stuttu millibili.

Zaniolo er staðráðinn í að vera mættur aftur á fótboltavöllinn í apríl og ná Evrópumótinu með Ítalíu næsta sumar.

„Ég er tilbúinn að koma aftur í apríl og ég ætla mér að ná EM 2021," sagði Zaniolo við Gazzetta dello Sport.

Zaniolo sagðist jafnframt að hann myndi ekki yfirgefa Roma, hann væri gríðarlega ánægður hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner