Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. maí 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Zidane sendir stjórn Real Madrid tóninn - „Höfðu ekki nægilega trú á mér"
Zinedine Zidane hætti hjá Real Madrid.
Zinedine Zidane hætti hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane hefur skrifað opið og hjartnæmt bréf til stuðningsmanna Real Madrid eftir að hann yfirgaf félagið í síðustu viku. Í bréfinu segir Zidane að honum hafi ekki fundist sem stjórn félagsins hefði haft nægilega mikla trú á sér.

„Kæru stuðningsmenn Real Madrid. Í yfir 20 ár, frá fyrsta degi sem ég kom til Madríd og klæddist treyjunni, hafið þið sýnt mér ást. Mér hefur alltaf fundist samband okkar vera sérstakt," segir Zidane.

„Ég hef búið við þann magnaða heiður að vera leikmaður og þjálfari hjá besta félagi sögunnar. En umfram allt er ég stuðningsmaður Madrid og þess vegna vildi ég skrifa þetta bréf, til að kveðja ykkur og útskýra ákvörðun mína."

„Ég er á förum en er ekki að stökkva frá borði, ég er ekki þreyttur af þjálfun. Í maí 2018 þá fór ég eftir tvö og hálft ár því mér fannst að eftir svona marga sigra og bikara þyrfti liðið nýja nálgun til að halda sér á toppnum."

„Núna eru hlutirnir öðruvísi. Ég er að fara vegna þess að mér finnst félagið ekki hafa þá trú á mér sem ég þarf. Ég tel mig þurfa meiri stuðning til að byggja eitthvað upp til lengri tíma."

„Ég skil fótbolta og veit hvaða kröfur félag eins og Real Madrid er með. Ég er fæddur sigurvegari og var hér til að vinna bikara en jafnvel enn mikilvægara er fólkið, tilfinningar þeirra, lífið sjálft og ég tel að ekki hafi verið horft í þessa þætti. Menn virðast ekki hafa horft til þess að þessir þættir láta frábær félög ganga."

„Ég vil að borin sé virðing fyrir því sem við höfum afrekað saman. Ég hefði viljað að samband mitt við félagið og forsetann síðustu mánuði hefði verið aðeins öðruvísi," segir Zidane sem telur að mannlegi þátturinn hafi ekki verið tekinn inn í reikninginn.

„Það særði mig mikið þegar ég las það í fjölmiðlum eftir tapleik að ég yrði rekinn ef ég myndi ekki vinna næsta leik. Það særði mig og allt liðið því þessu var vísvitandi lekið til fjölmiðla og skapaði efasemdir og neikvætt andrúmsloft innan hópsins."

Real Madrid endaði í öðru sæti La liga á nýafstöðnu tímabili og vann ekki titil í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10.
Athugasemdir
banner
banner
banner