Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 31. maí 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Búið að taka úr lás hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur nú opnað Stamford Bridge á nýjan leik og geta stuðningsmenn félagsins nú verslað og skoðað safn félagsins en starfsemin lamaðist fyrir nokkrum mánuðum eftir að eigur Roman Abramovich voru frystar.

Breska ríkisstjórnin beitti refsiaðgerðum gegn rússneska auðkýfingnum Roman Abramovich vegna tengsla hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands.

Eigur hans á Bretlandseyjum voru frystar og gat Chelsea meðal annars ekki keypt leikmenn, framlengt samninga eða selt miða á heimaleiki.

Félagið fékk einungis heimild til að greiða laun leikmanna og starfsmanna en allt annað var sett í lás.

Í gær var formlega gengið frá sölunni á Chelsea og eignaðist Todd Boehly félagið ásamt fjárfestingahópnum Clearlake Capital og er því nú búið að taka allt úr lás.

Stamford Bridge er opinn og geta stuðningsmenn nú verslað, farið á safnið og bókað sér herbergi á hótelum félagsins.


Athugasemdir
banner
banner