Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 31. október 2019 09:38
Elvar Geir Magnússon
Rashford segir að boltinn hafi hjálpað sér að skora markið geggjaða
Mitre boltinn hjálpaði Rashford.
Mitre boltinn hjálpaði Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford skoraði stórskostlegt aukaspyrnumark í 2-1 sigri Manchester United gegn Chelsea á Brúnni í gær. Markið skaut United í 8-liða úrslit enska deildabikarsins.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Sturlað aukaspyrnumark Rashford

Rashford segir að boltinn hafi hjálpað sér í spyrnunni en í enska deildabikarnum er spilað með Mitre bolta sem eru léttari en Nike boltarnir sem notaðir eru í ensku úrvalsdeildinni.

„Þegar við vorum að æfa með þessum boltum og vorum að skjóta sást að þeir voru flöktandi og gátu í raun farið hvert sem er. Ég þakka fyrir það að boltinn fór upp í hornið í þetta skipti," segir Rashford.

Manchester United hefur nú unnið þrjá leiki í röð en byrjunin á tímabilinu hefur verið liðinu erfið.

„Þetta hefur verið erfitt en við þurfum að berjast til að komast á betra skrið. Aðalatriðið er að bæta okkur og þróast. Við erum klárlega á réttri braut. Byrjun tímabilsins hefur ekki veirð eins og við bjuggumst við en við þurfum að fara að vinna leiki aftur," segir Rashford.

Manchester United mætir D-deildarliði Colchester í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í desember.
Athugasemdir
banner
banner