Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Arilíus og Þorkell taka við Stokkseyri (Staðfest)
Arilíus Óskarsson og Þorkell Þráinsson taka við keflinu af Rúnari Birgissyni
Arilíus Óskarsson og Þorkell Þráinsson taka við keflinu af Rúnari Birgissyni
Mynd: Stokkseyri
Arilíus Óskarsson og Þorkell Þráinsson hafa verið ráðnir sem spilandi þjálfarar hjá Stokkseyri. Þetta tilkynnir félagið á heimasvæði sínu á Facebook.

Arilíus þekkir vel til hjá Stokkseyri en hann spilaði með liðinu fyrir tveimur árum í 4. deildinni þar sem hann skoraði 6 mörk í 9 leikjum með liðinu.

Hann hefur síðustu tvö sumur spilað með Ægi en mun nú vera spilandi þjálfari liðsins. Arilíus hefur áður spilað fyrir Árborg og Selfoss.

Þorkell Þráinsson mun þjálfa liðið með honum og einnig spila með liðinu. Þorkell er uppalinn í Ægi og alla tíð spilað þar en hann lék 22 leiki í 2. deildinni með Ægismönnum í sumar.

Rúnar Birgisson hefur þjálfað liðið síðustu ár en hefur ákveðið að taka sér hlé frá þjálfun. Stokkseyri þakkar honum fyrir óeigingjarnt starf í tilkynningu sem félagið sendi frá sér um helgina.

Stokkseyri spilar í 4. deildinni en liðið hafnaði í 7. sæti B-riðils með 11 stig í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner