Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. október 2022 08:20
Elvar Geir Magnússon
Líklegast að Bellingham fari til Real Madrid - De Jong ætlar ekki að yfirgefa Nývang í janúar
Powerade
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Real Madrid horfir löngunaraugum til Jesus.
Real Madrid horfir löngunaraugum til Jesus.
Mynd: EPA
Bellingham, De Jong, Conte, Lo Celso og Asensio eru meðal þeirra sem við sögu koma í mánudagsslúðrinu. BBC tók saman helstu slúðursögurnar frá Gróu á leyti.

Real Madrid er í bílstjórasætinu um að tryggja sér enska miðjumanninn Jude Bellingham (19) frá Borussia Dortmund næsta sumar. (Fichajes)

Frenkie de Jong (25), miðjumaður Barcelona, er ákveðinn í því að vera áfram á Nývangi og hyggst ekki hlusta á nein tilboð í janúarglugganum. Manchester United vill fá De Jong. (Sport)

Juventus vill fá serbneska miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic (27) frá Lazio og ítalska miðvörðinn Alessandro Bastoni (23) frá Inter til að sannfæra Antonio Conte, stjóra Tottenham, um að taka við liðinu. (Calciomercato)

Pavel Nedved, varaforseti Juventus, segir félagið ekki vera að vinna í því að fá Conte og Massimiliano Allegri sé með fullt traust. (DAZN)

Tottenham er tilbúið að losa Giovani lo Celso (26) sem er á láni hjá Villarreal. Tottenham gæti tekið tilboðum upp á 18 milljónir punda. (Football Insider)

Arsenal er líklegast til að fá belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (25) á frjálsri sölu frá Leicester City í sumar. (Express)

Manchester United hefur áhuga á Jeremie Frimpong (21), varnarmanni Bayer Leverkusen. Félagið gæti fengið samkeppni frá Chelsea um Hollendinginn. (Football Transfers)

Real Madrid hyggst gera tilboð í brasilíska sóknarmanninn Gabriel Jesus (25) hjá Arsenal næsta sumar. (Sun)

Nottingham Forest, Tottenham, West Ham og Marseille eru tilbúin að endurvekja áhuga sinn á úkraínska miðjumanninum Ruslan Malinovskyi (29) hjá Atalanta. (Calciomercato)

Atletico Madrid hafnaði 86 milljóna punda tilboði frá Bayern München í portúgalska sóknarleikmanninn Joao Felix (22) í sumar. (Marca)

Thomas Tuchel (49), fyrrum stjóri Chelsea, segir brottrekstur sinn hafa 'komið of snemma'. (Sun)

Real Madrid undirbýr það að bjóða spænska miðjumanninn Marco Asensio (26) nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út í sumar. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner