Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Milinkovic-Savic í banni í nágrannaslagnum
Sergej Milinkovic-Savic
Sergej Milinkovic-Savic
Mynd: EPA
Maurizio Sarri, þjálfari Lazio, hefði betur sleppt því að setja serbneska miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic inná í 3-1 tapinu gegn Salernitana í Seríu A í gær, en hann verður nú í banni í nágrannaslagnum gegn Roma næstu helgi.

Milinkovic-Savic var búinn að næla sér í þrjú gul spjöld fyrir leikinn gegn Salernitana. Eitt gult spjald í viðbót og hann færi í eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda.

Það var því ákveðið að hvíla hann á bekknum. Sarri ákvað að skipta honum inná er Lazio var undir í leiknum en aðeins tæpum níu mínútum síðar fékk hann gula spjaldið fyrir brot.

Milinkovic-Savic rakti boltann fram völlinn en missti boltann aðeins of langt frá sér sem varð til þess að hann steig á leikmann Salernitana.

Fyrir það fékk hann gula spjaldið og er nú ljóst að hann verður í banni í nágrannaslagnum gegn Roma næstu helgi. Dýrkeypt skipting hjá Lazio.

Milinkovic-Savic er lykilmaður á miðsvæði Lazio og þetta því mikil blóðtaka fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner