Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. október 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag getur treyst á De Gea - „Ég er svolítið þreyttur"
David De Gea
David De Gea
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David De Gea er ekki gallalaus en það verður seint tekið af honum að hann getur boðið upp á heimsklassavörslur þegar virkilega er þörf´a því. Erik ten Hag, stjóri Manchester United, getur treyst á hann eða svo segir hann í viðtali við MOTD.

Í allt sumar var framtíð De Gea hjá United rædd. Ten Hag var sagður skoða markaðinn betur og er talið að hann ætli sér að fá annan markvörð á næsta ári.

Ten Hag leggur mikið upp úr því að markvörður sé góður í löppunum og í takt við nútímann. De Gea hefur einmitt verið gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu mikill spilari og þá hefur einnig verið sett spurningamerki við framlag hans þegar það kemur að fyrirgjöfum og föstum leikatriðum.

De Gea hefur alltaf verið í hæsta klassi þegar það kemur að því að verja skot. Hann sýndi það og sannaði gær, en hann nýtur fulls trausts frá stjóranum.

„Ef við spjörum okkur ekki með tíu útileikmenn á vellinum þá getum við samt varist með ellefu leikmenn því við erum með frábæran markvörð."

„Það er virkilega hægt að treysta á hann því hann kemur með mikla ró og á frábærar vörslur,"
sagði Ten Hag.

De Gea varði eins og berserkur undir lokin. Hann átti svakalega vörslu frá Kurt Zouma seint í síðari hálfleik og svo aftur undir loking er Declan Rice átti gott skot rétt fyrir utan teig.

„Ég er svolítið þreyttur. Fólk heldur að markverðir verði ekki þreyttir en við erum að þjást fram að síðustu mínútu. Við stjórnuðum leiknum ágætlega en þetta var erfitt í lokin."

„Þetta er risastór sigur fyrir okkur. Ef við viljum vera í efstu sætunum þá þurfum við að vinna svona leiki. Ég er hér til að verja skot og hjálpa liðinu,"
sagði De Gea við Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner