Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. desember 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rooney klár í slaginn með Derby
Wayne Rooney gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Derby á fimmtudag
Wayne Rooney gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Derby á fimmtudag
Mynd: Getty Images
Enski reynsluboltinn Wayne Rooney verður löglegur með Derby County á fimmtudaginn er liðið mætir Barnsley í ensku B-deildinni en hann getur ekki beðið eftir að komast á völlinn.

Rooney er 34 ára gamall en hann spilaði með D.C. United í tvö tímabil í MLS-deildinni áður en hann gerði samning við Derby County.

Hann á magnaðan feril en hann lék með Everton og Manchester United á Englandi þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með United og Meistaradeild Evrópu einu sinni.

„Ég skrifaði undir í sumar en ég hef æft í nokkrar vikur núna og er tilbúinn að spila. Það er mikil tilhlökkun," sagði Rooney.

„Líkaminn er klár í slaginn og mér líður vel. Svo lengi sem ég tel að ég geti hjálpað liðinu þá mun ég spila. Ég get komið með gæði og reynslu inn í liðið."

„Ég hef alltaf horft á Championship-deildina en hún er mjög ólík ensku úrvalsdeildinni. Það eru fleiri leikir og gæðin ekki alveg jafn góð og í úrvalsdeildina en þetta er góð deild. Það þarf að berjast til að ná í úrslit og ég hef ekkert á móti því,"
sagði Rooney.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner