Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. desember 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skoðað hvort Hamrarnir tefli fram liði í 2. deild næsta sumar
Þór/KA/Hamrarnir meistarar í 2. flokki árið 2016
Þór/KA/Hamrarnir meistarar í 2. flokki árið 2016
Mynd: Páll Jóhannesson
Fótbolti.net hafði samband við Andra Hjörvar Albertsson, þjálfara Þór/KA, í gær. Andri var spurður út í málefni Hamranna en liðið lék í 2. deild kvenna í sumar.

Hamrarnir og Þór/KA hafa átt í góðu samstarfi sín á milli og leikmenn sem ekki hafa fengið tækifærið hjá Þór/KA fengið mínútur hjá Hömrunum. Þór/KA og Hamrarnir hafa þá teflt fram sameiginlegu liði í 2. flokki kvenna og varð liðið efst í A-deild í sumar. Liðið varð einnig Íslandsmeistari í 2. flokki árin 2016 og 2017.

Dýrt er að halda úti Þór/KA, Hömrunum og 2. flokki og því spurði fréttaritari Andra hvort Hamrarnir myndu taka þátt i 2. deild á komandi leiktíð.

„Það er í skoðun, ég get alveg verið hreinskilinn með það. Þetta er alltaf spurning um kostnað og hvernig framkvæma eigi hlutina með Þór/KA og svo Hamrana," sagði Andri við Fótbolta.net.

„Það er verið að meta kosti og galla þess að hafa Hamrana, 2. flokk eða bæði. Það kostar að halda úti þremur liðum. Vonandi leysist þetta fljótlega," sagði Andri um málefni Hamranna.

Hamrarnir enduðu í 5. sæti af sjö liðum í 2. deild kvenna á liðinni leiktíð.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner