Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 31. desember 2020 11:40
Aksentije Milisic
Arsenal blandar sér í baráttuna við Tottenham um Sabitzer
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur áhuga á miðjumanni RB Leipzig, Marcel Sabitzer.

Tottenham hefur fylgst með leikmanninum í nokkra mánuði og nú hefur Arsenal blandað sér í slaginn. Liðið er sagt reiðubúið að greiða 45 milljónir punda fyrir þennan Austurríkismann.

Fyrir utan liðin sem sitja í fallsætum ensku úrvalsdeildarinnar, þá hafa aðeins Burnley og Wolves hafa skorað færri mörk en Arsenal á þessari leiktíð. Því þarf liðið nauðsynlega á skapandi leikmanni að halda.

Sabitzer er miðjumaður sem getur skorað og skapað mörk og hann vakti áhuga margra liða með spilamennsku sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þessari leiktíð.

Leikmaðurinn er sagður áhugasamur að flytja til London en það þykir hins vegar mjög ólíklegt að Leipzig sé tilbúið að láta þennan 26 ára gamla leikmann fara í næsta mánuði.

Samningur hans rennur hins vegar út eftir 18 mánuði sem þýðir að liðið gæti misst Sabitzer á lítinn pening, næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner