Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 31. desember 2020 16:00
Aksentije Milisic
Sigurvin framlengir við Gróttu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta hefur tilkynnt það að fyrirliðinn Sigurvin Reynisson hefur framlengt samning sinn við félagið út keppnistímabilið 2022.

Sigurvin kom til Gróttu árið 2015 en hann lék með Tindastóli, Fylki og Elliða þar á undan.

Síðasta sumar lék hann 16 leiki með Gróttu í Pepsi Max deildinni og tvo leiki í Mjólkurbikarnum. Félagið er mjög ánægt með það að Sigurvin verði áfram hjá félaginu.

„„Við erum afar ánægð með að hafa samið við Sigurvin um að halda áfram í verkefninu hjá Gróttu. Hann hefur verið lykilmaður hjá okkur og það skiptir miklu máli að hafa leikmann með slíka reynslu í okkar forystusveit, þótt hann sé reyndar ekki nema 25 ára gamall,“ sagði Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu á heimasíðu félagsins.
Athugasemdir
banner