Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
KDA KDA
 
Sam Tillen
Sam Tillen
Sam Tillen er að leika sitt þriðja tímabil með Fram.  Þessi enski vinstri bakvörður lék með unglinga og varaliði Chelsea og síðan Brentford áður en hann kom til Íslands árið 2008.  
mið 29.feb 2012 17:00 Sam Tillen
Þegar ungur leikmaður fer frá Íslandi til Englands Þetta mál þegar efnilegur íslenskur leikmaður yfirgefur landið sitt vekur hjá mér mikinn áhuga. það eru hæfileikaríkir ungir leikmenn í þessu landi og vegna vinsælda ensku úrvalsdeildarinnar er draumurinn að ganga til liðs við enskt félag. Meira »
mið 08.feb 2012 13:00 Sam Tillen
Töfrar enska bikarsins Enski bikarinn hefur bæði veitt manni óendanlega gleði og örvæntingu. Fyrir mig persónulega, sem stuðningsmann og leikmann, hefur bikarinn enn þann dag í dag ævintýralegan blæ sem elsta bikarkeppni heims. Í kjölfar síaukinna vinsælda Meistaradeildarinnar og þeirra peninga sem henna fylgja hefur vægi bikarsins því miður minnkað í augum sumra. Mikilvægi þess að enda í einu af fjórum efstu sætunum hefur bitnað á þessari frábæru hefð og þykir mér það miður. Ég get ekki ímyndað mér neinn leikmann, nema þá sem eru málaliðar sem eltast einungis við peninga, sem myndi frekar kjósa að enda í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar heldur en að spila á Wembley fyrir framan 90.000 manns. Þegar uppi er staðið, þá geturðu valið hvort þú sýnir barnabörnunum hvar þú endaðir í deildinni eða þú getur sýnt þeim gullmedalíu… Ég veit allavega hvaða arfleifð ég myndi velja, þó að ég verði reyndar aldrei í þeirri stöðu að gera ákveðið það. Meira »
mið 25.jan 2012 15:00 Sam Tillen
Sé ekki eftir söngnum Hvort sem sem það er einstaka kvöld á Obladi-Oblada í miðbænum eða Fram X Factor sem fer fram á næstunni þá er stór ástæða fyrir því að það er ekki mikið mál fyrir mig að syngja fyrir framan aðra. Þegar ég var ungur fótboltamaður lenti ég í tveimur atvikum sem mótuðu mig sem söngvara og urðu til þess að ég er óhræddur við að syngja núna! Meira »
þri 17.jan 2012 15:00 Sam Tillen
Ekki dæma bókina eftir kápunni - Sérstaklega ekki John Terry Sem fótboltaaðdáendur þá fáum við einungis tækifæri til að dæma leikmenn persónulega á því sem við lesum í dagblöðum og öðrum fjölmiðlum eða á því hvernig þeir haga sér inni á fótboltavellinum. Það er eðlilegt að tilfinning okkar byggist á þessu því við þekkjum þá ekki persónulega. Þetta getur því miður verið mjög villandi.

Stundum eru blaðamennirnir og fólkið sem býr til fréttirnar með áróður. Þau gætu hafa lent áður í rifrildi við leikmanninn, verið vinir fyrrum eiginkonu hans eða átt í góðu sambandi við erkifjendur félagsins sem hann spilar með. Þegar leikmaður stígur á völlinn síðdegis á laugardagi fylgist öll heimsbyggðin með honum spila undir pressu fyrir sínu lífsviðurværi. Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn hafa beðið spenntir eftir þessari stund. Það er óeðlilegt að dæma hegðun manns við svona aðstæður. Heldur þú að þegar Gary Neville vinnur dóttur sína í feluleik heima hjá sér þá snúi hann sér að konunni sinni og öskri ‘Come on!!!!’ á meðan hann heldur í treyjuna sína eins og hann gerði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool á Old Trafford? Ég held ekki. Meira »
mán 26.des 2011 12:00 Sam Tillen
The unglamorous side of English football Sam Tillen leikmaður Fram skrifaði pistil sem birtist á íslensku hér á Fótbolta.net á Þorláksmessu. Pistillinn hefur vakið mikla athygli og vegna fjölda áskorana er hann hér birtur á ensku.

Smelltu hér til að sjá hann á íslensku
.

In light of the Gary Speed suicide, the focus amongst the football community in England has shifted to dealing with depression. A few footballers have come out detailing their own troubles behind the scenes during their careers. It is hoped that by encouraging players to speak out, they can act as an example to others who are afraid to do so. Meira »
fös 23.des 2011 09:00 Sam Tillen
Dökkar hliðar enska fótboltans Eftir sjálfsmorð Gary Speed hefur kastljósinu í fótboltasamfélaginu á Englandi verið beint að þunglyndi. Nokkrir fótboltamenn hafa komið fram og sagt frá vandamálum á bakvið tjöldin á ferli sínum. Vonast er eftir að með því að hvetja leikmenn til að stíga fram þá gefi það gott fordæmi fyrir þá sem eru hræddir við það. Meira »
þri 05.júl 2011 09:30 Sam Tillen
Ég mun sakna Scholesy og Jóns Guðna Þetta tímabil hefur alls ekki byrjað eins og við bjuggumst við hjá Fram. Ég bjóst við að við myndum að minnsta kosti berjast um Evrópusæti en núna erum við í erfiðri stöðu. Um leið og við náum í okkar fyrsta sigur er ég viss um að sjálfstraustið mun koma aftur en það eru mikil vonbrigði að fyrsti sigurinn sé ekki ennþá kominn. Frammistaða okkar í deildinni hefur batnað að undanförnu og við höfum verið óheppnir að ná einungis í 2 stig hingað til. Við höfum ekki verið yfirspilaðir í neinum leik hingað til og við höfum verið að tapa naumlega. Mér fannst leikir okkar gegn KR og Breiðablik vera góðir en leikurinn gegn FH eyðilagðist í fyrri hálfleik út af vindinum. Toddi hefur verið að hvetja okkur til að halda áfram að reyna að spila og hann hefur gert sitt besta í að taka alla pressu af okkur. Mér fannst við við spila sérstaklega vel í síðari hálfleiknum í Kópavogi og við hefðum getað unnið þar. Úrslitin gegn Þrótti voru mikil vonbrigði og í raun vandræðaleg en eftir þessi úrslit og lélega byrjun okkar held ég að flestir séu búnir að afskrifa okkur. Núna er tími til kominn að sýna liðsanda og að við höfum hæfileika til að snúa þessu við. Meira »
fös 06.maí 2011 14:00 Sam Tillen
Viðburðarík byrjun eftir langa bið Jæja, tímabilið er byrjað. Þetta hefur verið löng bið síðan í september á síðasta ári. Því miður náðum við ekki þeirri byrjun sem við vildum. Mér fannst við verðskulda jafntefli gegn ÍBV í leik sem var spilaður í mjög erfiðum aðstæðum. Vindurinn var mikill og völllurinn var slakur en við virtumst vera að ná í mjög gott stig þar til Tryggvi Guðmundsson tók það af okkur. Markið hans sýndi af hverju hann hefur verið svona öflugur markaskorari allan sinn feril. Við unnum ÍBV á fyrsta degi mótsins í fyrra og þeir unnu næstum deildina svo auðvitað er þetta alls ekki búið og við horfum á næsta leik gegn Þór. Meira »
þri 01.mar 2011 08:00 Sam Tillen
Lífsreynsla tengd fótboltanum Fótboltinn hefur gefið mér tækifæri til að hitta fólk frá löndum og með bakgrunn sem ég hefði aldrei kynnst annars. Sem skólastrákur í Newbury þekkti ég strák af indverskum uppruna sem hét Raj. Þegar ég gekk til liðs við Chelsea 10 ára gamall víkkaði sjóndeildarhringurinn hjá mér. Í nýja liðinu mínu vorum við með leikmenn sem komu upprunalega frá ýmsum stöðum eins og Kongó og Íran sem og ‘götukrakka’ úr miðborg London. Meira »
þri 08.feb 2011 07:00
Það er heimur fyrir utan England Ég vil byrja á því að þakka fyrir að fá tækifæri til að skrifa fyrir þessa vefsíðu.

Spurningin sem ég fæ alltaf þegar ég fer til Englands er: ‘Hvernig er Ísland?’ Enginn þarna virðist vita eithvað um þetta yndislega land og það er mikil synd. Ég skammaðist mín en var ekki hissa þegar ég sá að Matthías Vilhjálmsson var spurður að því hvort hann ætti heima í snjóhúsi þegar hann gekk í raðir Colchester United. Íslenskir vinir mínir sem hafa spilað á Englandi hafa verið spurðir að því hvort að ísbirnir séu labbandi um og hvort að þeir viti hvað tölva er, ‘Viltu vita hvernig á að kveikja á henni?’ var einn spurður. Ég hef sjálfur verið spurður, ‘hvernig er að búa með mörgæsum?’ Eina svarið sem er þess virði að gefa þá er ‘æðislegt’. Fólk veit ekki einu sinni hvar Ísland er og það veit ekki að það er einungis 3 tíma frá London. Nágranni foreldra minna var í sjokki þegar hann komst að því en hann hélt að ferðin tæki að minnsta kosti helmingi lengri tíma. Meira »