Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 23. desember 2011 09:00
Sam Tillen
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Dökkar hliðar enska fótboltans
Sam Tillen
Sam Tillen
Mynd: Getty Images
,,Eftir sjálfsmorð Gary Speed hefur kastljósinu í fótboltasamfélaginu á Englandi verið beint að þunglyndi.''
,,Eftir sjálfsmorð Gary Speed hefur kastljósinu í fótboltasamfélaginu á Englandi verið beint að þunglyndi.''
Mynd: Getty Images
<b>Graeme Le Saux</b><br>,,Eftir eitt tímabilið fór hann ásamt liðsfélaga sínum á ferðalag um Evrópu í húsbíl.  Eftir þetta fóru ósannar sögur af stað um að hann væri samkynhneigður og þær voru áfram út ferilinn.''
Graeme Le Saux
,,Eftir eitt tímabilið fór hann ásamt liðsfélaga sínum á ferðalag um Evrópu í húsbíl. Eftir þetta fóru ósannar sögur af stað um að hann væri samkynhneigður og þær voru áfram út ferilinn.''
Mynd: Getty Images
,,Samningurinn minn endaði og ég gekk í raðir Brentford. Fyrsta árið var frábært og skemmtileg reynsla. Eftir það varð þetta skelfilegt. Algjörlega hrikalegt.''
,,Samningurinn minn endaði og ég gekk í raðir Brentford. Fyrsta árið var frábært og skemmtileg reynsla. Eftir það varð þetta skelfilegt. Algjörlega hrikalegt.''
Mynd: Getty Images
Eftir sjálfsmorð Gary Speed hefur kastljósinu í fótboltasamfélaginu á Englandi verið beint að þunglyndi. Nokkrir fótboltamenn hafa komið fram og sagt frá vandamálum á bakvið tjöldin á ferli sínum. Vonast er eftir að með því að hvetja leikmenn til að stíga fram þá gefi það gott fordæmi fyrir þá sem eru hræddir við það.

Þar sem ég er enskur, og hef spilað á Englandi, þá þekki ég menninguna hjá fólkinu sem og fótboltamönnunum. Það hefur auðvitað haft áhrif á hugarfar mitt í báðar áttir. Eins og þú veist kannski þá spilaði ég með Chelsea frá 10 ára aldri og þar til að ég varð 20 ára. Ég komst aldrei lengra en í varaliðið, ég náði aldrei að slá í gegn. Hins vegar lenti ég í ýmsu á þessum tíma, og á tveimur og hálfu ári sem ég lék með Brentford áður en ég kom á þessa yndislegu eyju. Ég var aldrei í sjálfsvígs hugleiðingum, kannski þunglyndur stundum. Vansæll? Já, mjög oft.

Ég elska fótbolta; Ég hef allta gert það og mun alltaf gera. Hins vegar eru hlutir í boltanum sem ég hef mikið á móti. Hlutir sem hafa á köflum fengið mig til að hugsa um að hætta í boltanum.

Menningin í Bretlandi er þannig að þeim sem gengur vel eru hataðir. Fjölmiðlar endurpegla þetta. Þeir byggja fólk upp en reyna síðan að eyðileggja það og hafa mjög gaman að. Sem unglingur var ég að spila með Chelsea og reyna að gera mitt besta til að vera áfram hjá félaginu en ég æfði 4 sinnum í viku og var í skóla. Fólk vonaðist eftir að mér myndi mistakast og það sama átti við um alla íþróttamenn í skólanum og alla sem áttu möguleika á að ná velgengni. Það var ótrúleg öfundsýki. Ég var svo heppinn að vera valinn til að spila með skólalandsliði Engands og það var sagt frá því í skólanum. Ég var mjög stoltur og það sama átti við um skólann. Það stoppaði samt ekki suma nemendur, sem ég þekkti ekki einu sinni, í að segja ‘Ég mun fótbrjóta þig ef ég hitti þig eftir skóla þannig að þú getur ekki spilað.’

Þegar ég byrjaði að fara á stefnumót þá var fótboltinn vandamál frekar en að hjálpa til. Auðvitað eru margir leikmenn, flestir í rauninni, sem reyna að nýta sér þetta. Liðsfélagar mínir fóru á næturklúbba í Kingston í Chelsea göllunum sínum í von um að verða heppnir! Hins vegar þegar ég byrjaði að hitta stelpu þá hafði ég ekki hugmynd um hvort hún var hrifinn af mér eða einungis því að ég var fótboltamaður. Þær spurðu allar ‘Þú hlýtur að fá mikið borgað?’ eða ‘Ég þori að veðja að þú átt mikinn pening er það ekki?’ Svarið var að það væri ekki mikið. Fólk talar um Chelsea og peninga í sömu andrá en það er ekki tilfellið. Þetta varð til þess að ég sá þær aldrei aftur. Ég hætti að lokum alveg að hugsa um þetta.

Ímyndið ykkur ef ég væri frægur leikmaður!

Prósentan yfir þá atvinnumenn í íþróttum sem giftast er svipuð og hjá öðrum (73%) en prósentan yfir skilnaði er talsvert hærri. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að 57% af hjónaböndum hjá atvinnumönnum enda á skilnaði. Það má einnig taka fram að margir af þessum skilnuðum eiga sér stað á fyrsta árinu eftir að íþróttamaðurinn hættir.

Fólk úti á götu sem þekkti mig eða foreldra mína spurði alltaf fyrst ‘Hvernig gengur fótboltinn?’ Næsta spurning var síðan um peninga. Af einhverri ástæðu virðist það að spila fótbolta geta gefið öllum tækifæri til að spyrja mann að einhverju sem þú myndir aldrei spyrja einhvern annan að. Þetta varð mjög pirrandi og á vissan hátt niðurdrepandi. Mér fannst ég persónulega vera ómerkilegur, bara einhver sam var nokkuð góður í fótbolta.

Meiðsli eru vandamál sem allir leikmenn þurfa að eiga við. Allir meiðast einhverntímann og sumir oft. Þetta er erfitt fyrir leikmenn andlega sem og líkamlega. Endurhæfingin er erfið og verður erfiðari ef sjúkraþjálfarinn þinn er lélegur. Allir sjúkraþjálfarar sem vinna hjá fótboltafélögum verða að vera húmoristar eða eins og einn sem ég var með, hann var svo ófyndinn að hann varð fyndinn.

Ef þú ert meiddur í langan tíma hættir þjálfarinn vanalega að tala við þig Þú ert ekki leikfær svo það er ekkert hægt að nota þig. Þetta getur verið erfitt, sérstaklega ef þú ert ungur leikmaður, þér finnst eins og þú sért ekki metinn og að krafta þinna sé ekki óskað. Maður þarf að vera mjög sterkur andlega til að halda áfram. Þú sérð liðsfélaga þína æfa sig og verða betri á meðan þú ert inni á hjólinu og horfir á þá út um gluggann. Sumir leikmenn komast í aðalliðið og fá nýja samninga á meðan þér finnst þú vera fastur eins og tré. Það hjálpar þér enginn með andlegu hliðina, það veltur á karakter þínum að koma til baka. Þegar fótboltamaður spilar ekki þá er hann óánægður.....að spila ekki í 12 eða 18 mánuði getur verið óbærilegt!

Ég hef fengið minn skammt af meiðslum. Ég var atvinnumaður hjá Chelsea í 4 ár en var einungis heill í rúmt ár. Á síðasta árinu mínu var ég með nokkur þrálat meiðsli og tíminn var að renna út. Varaliðsþjálfarinn minn neitaði að leyfa leikmönnum að fara á láni. Öllum sem sýndu áhuga var ýtt til hliðar eða sagt að ég væri að jafna mig eftir meiðsli....ekki snerta hann! Þegar þarna var komið við sögu voru Abramovich og Mourinho mættir. Hvorugur þeirra horfði á unglingaliðið eða varaliðið. Ég og hinir ungu strákarnir vorum í raun fastir í gildru. Við höfðum ekki gaman að þessuu, hötuðum æfingarnar og vorum reiðir út í þjálfarann og félagið. Mér fannst ég ekki vera sami leikmaður og ég var út af meiðslunum, ég hafði stanslausar áhyggjur af framtíð minni, hvort ég ætti fótboltaferil fyrir höndum eftir meiðslavavndræðin. Ég var hrikalega einmana eins og aðrir og fannst eins og enginn hugsaði um mig, þeir gerðu það heldur ekki, ég var bara einn af mörgum.

Samningurinn minn endaði og ég gekk í raðir Brentford. Fyrsta árið var frábært og skemmtileg reynsla. Eftir það varð þetta skelfilegt. Algjörlega hrikalegt. Ég endaði á að vera með 6 knattspyrnustjóra á einu og hálfu ári og sumir kunnu vel við mig en aðrir ekki. Í einum leik var ég ekki valinn í liðið því að það var valið út frá hæð leikmanna. Þeir sem voru 6ft (183 cm) og hærri spiluðu en hinir voru á bekknum. Ég hugsað með mér, hver er tilgangurinn? Við notuðum kýlingar, spiluðum aldrei og á endanum voru ég og nokkrir aðrir teknir úr liðinu og okkur sagt að við ættum ekki framtíð hjá félaginu. Við vorum sendir í unglingaliðið. Svo var eitt tilfellið maður sem fékk ekki einu sinni að æfa né borða með neinum á æfingasvæðinu. Það var litið á hann eins og jafngildi AIDS í fótboltanum. Hann var 31 árs. Hann sagði á endanum ‘Fuck off’ við þjálfarann og spilaði aldrei aftur sem atvinnumaður. Annar ungur strákur, 18 ára, lenti upp á kant við stjórann og þá sagði hann, ‘þú munt aldei spila aftur fyrir þetta félag né nokkuð annað félag, ég mun sjá til þess’ Strákurinn spilaði aldrei aftur sem atvinnumaður.

Ég hef reynslu af því að stjórar taki leikmenn með í langar ferðir í útileiki og velji þá síðan ekki í hópinn til að pirra þá. Þeir láta leikmenn spila varaliðsleik og taka þá út af eftir 10 mínutur. Ef leikmaðurinn bregst við á einhvern hátt þá leiðir það til þess að hann er sektaður um tveggja vikna laun. Auðvitað var almennt verið að níðast á mönnum, stundum grimmilega.

Þýskur leikmaður var kallaður 'þýsk píka', og svo var annað kynþáttaníð. Svartir menn fengu 'í gríni' ekki að fara nærri stöngunum sem merktu völlinn til að þeir myndu ekki fara að kasta þeim eins og zulu stríðsmenn. Ítölskum mönnum var sagt að setja hendur upp í loft, og svo sagt: 'Sko! Gefst upp aftur eins og í stríðinu!'.

Útlendingar fengu rangar fyrirskipanir á æfingu til að láta þá líta út eins og hálfvita á meðan aðrir voru að gera eitthvað allt annað. Allt þetta gerði þann sem varð fyrir aðkastinu pirraðan.....eða eitthvað verra.

Það eru líka til tilfelli um ‘eyðilagða drauma’. Eitt dæmi um það er bróðir minn Joe. Hann var í miklu stuði með unglingaliðinu og varaliðinu þegar Herra Mourinho bað Brendan Rodgers, þáverandi þjálfara unglingaliðsins, um vinstri kantmann fyrir leik gegn Scunthorpe á Stamford Bridge í enska bikarnum. Brendan sagði honum frá Joe. Búningastjórinn spurði Joey hvaða stærð á treyju hann vildi og bjó til treyju fyrir hann fyrir helgina, þetta var tækifærið....síðan daginn fyrir leikinn splæsti Roman nokkrum rúblum í Jiri Jarosik. Hann spilaði, ekki Joe, tækifærið hans var farið og það kom aldrei annað tækifæri. Að vera svona nálægt þegar draumurinn er tekinn af þér þá eyðleggur það sálina. Eldri leikmenn komu til baka úr láni og þrátt fyrir að hann hafi staðið sig frábærlega þá fóru þeir á undan honum í varaliðið. Joe var sendur aftur í unglingaliðið sem hann var orðinn of góður fyrir og það bitnaði á honum þar. Hvað gat hann gert meira?

Augljóslega eru fleiri þættir sem skipta máli. Að æfa og spila vel en vera ekki í liðinu. Fá skilaboð um að þú spilir næsta leik en vera ekki í liðinu. Að ná sér ekki á strik eða vera með lítið sjálfstraust getur eyðilagt suma leikmenn. Þeim finnst eins og þjálfarinn hafi ekki traust og trú á þér. Það eru svo margir hlutir sem geta látið leikmann líða illa, vera reiðan og pirraðan en dæmin hér að ofan eru dæmi um það og það er hægt að bæta við þau. Þú getur ekki talað um þetta við neinn því að þér finnst þú vera veikburða þá, þjálfarinn hlustar ekki á þig og mun efast um andlegu hliðina hjá þér, svo hvert áttu að leita þá? Þetta er spurningin sem fótboltamenn vita ekki svarið við og það getur haft skelfilegar afleiðingar.

Það hafa líka verið sögusagnir í gangi um kynhneigð Speed og að The Sun hafi verið að undirbúa frétt um það. Ég ræddi þetta við blaðamanninn efnilega Kolbein Tuma Daðason. Venjulegur fótboltamaður á Englandi er ekki vel menntaður. Þeir hafa ekki opinn huga og reyna að passa inn í einhverjar staðalímyndir.

Hversu margir leikmenn hafa fengið sér tattú á handlegginn undanfarið ár? Þeir kaupa bíla sem er í tísku og allt annað. Á mánudagsmorgnum, án undantekninga, voru myndrænar lýsingar á því sem nokkrir strákar gerðu kynferðislega með annað hvort;-
1. Einhverri af næturklúbbi
2. Eiginkonu eða kærustu
eða stundum
3. Engu af oftantöldu, vanalega vændiskonu.

Ég get sagt að ekkert mun koma mér á óvart, nokkurn tímann. Þetta er líka erfitt þegar þú hittir konuna eða kærustuna sem um ræðir!

Ef leikmaður væri hommi, eða það væri vitað að hann væri það, þá yrði níðið ótrúlegt, andrúmsloftið er svo karlmannlegt eins og þetta að ofan, að hver sem er ekki svona verði tekinn út og milljónir myndu beina augum að honum ef hann væri hommi.

Eitt dæmi er Graeme Le Saux, góður maður sem á konu og barn. Hann er vel menntaður, hugsuður og vel máli farinn, hann var öðruvísi. Eftir eitt tímabilið fór hann ásamt liðsfélaga sínum á ferðalag um Evrópu í húsbíl. Eftir þetta fóru ósannar sögur af stað um að hann væri samkynhneigður og þær voru áfram út ferilinn. Hann varð fyrir mjög hörðu hommaníði frá stuðningsmönnum og leikmönnum líka.

Þar til að viðhorf manna breytist eða leikmaður er nógu hugrakkur til að taka við fordómunum frá eigin liði, stuðningsmönnum, mótherjum og jafnvel stjórum sem að mínu mati myndu aldrei semja við samkynhneigðan leikmann út af ‘liðsandanum í búningsklefanum.’ 1 af hverjum 10 sem eiga að vera samkynhneigðir eru þarna úti, þeir munu vera áfram inni í skápnum og gera allt til að vera þar inni, það er mun öruggara.
banner
banner