fös 07. febrúar 2014 16:30
Ingvi Þór Sæmundsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Brasilía - England 1970
Ingvi Þór Sæmundsson
Ingvi Þór Sæmundsson
Ein frægasta íþróttaljósmynd sögunnar.
Ein frægasta íþróttaljósmynd sögunnar.
Mynd: Getty Images
Mynd: HM 1970
Carlos Alberto með bikarinn.
Carlos Alberto með bikarinn.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sigurlið Brasilíu.
Sigurlið Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mario Zagalo, þjálfari Brasilíu.
Mario Zagalo, þjálfari Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Heimsmeistaralið Brasilíu frá 1970 er oft tilkallað sem besta lið sögunnar. Og ekki að ósekju. Liðið naut vissulega góðs af aðstæðum í Mexíkó og flestir eru sammála um að það sem brasilíska liðið afrekaði og hvernig það spilaði myndi aldrei geta gerst í dag, en það er erfitt að mótmæla því að sá sóknarfótbolti sem Brasilía bauð upp á fyrir 44 árum sé ekki einn sá besti, ef ekki sá besti, sem sést hefur.

Pelé, Gérson og félagar unnu alla sex leiki sína á HM 1970 með frábærum, fljótandi og hugmyndaríkum sóknarfótbolta sem kristallaðist í marki fyrirliðans Carlos Alberto í úrslitaleiknum gegn Ítalíu, sem er oft álitið fallegasta mark sem skorað hefur verið.

Pelé og félagar skoruðu átján mörk í fimm leikjum gegn Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Perú, Úrúgvæ og Ítalíu, sem reyndust hálfgerðir kettlingar í vegi þessa frábæra liðs. Aðra sögu var hins vegar að segja af Ljónunum þremur sem Brasilía mætti í annarri umferð riðlakeppninnar. Að margra mati var sá leikur hinn raunverulegi úrslitaleikur mótsins. Um það má deila, en það er óumdeilt að þetta var erfiðasti leikur Brasilíu á leið þeirra að heimsmeistaratitlinum 1970. Þetta var stórslagur ríkjandi og verðandi heimsmeistara, gríðarlega vel spilaður leikur tveggja frábærra liða.

„Meira að segja okkur þótti mikið til leiksins koma,“ sagði Bobby Charlton eftir að hafa horft á leikinn á myndbandi. „Það væri hægt að taka myndband af leiknum og nota það í þjálfun. Þarna var allt það sem leikurinn á hæsta stigi snýst um. Það var allt í leiknum, tæknileg geta á hæsta stigi, taktísk stjórn eins og hún gerist best, þetta var allt þarna. Það sáust magnaðir hlutir þarna úti á vellinum.“

Já, þessi leikur hafði nánast allt, þ.á.m. ógleymanleg atvik sem eru svo greypt í huga fótboltaáhugafólks að þau hafa nánast öðlast sitt eigið líf. Það var í þessum leik sem Gordon Banks átti þessa markvörslu og Bobby Moore framkvæmdi þessa tæklingu.

„I still see that tackle by Moore“, sungu Baddiel & Skinner & Lighting Seeds í laginu „Three Lions“. Það þurfti ekki skýra það neitt frekar, þetta er tæklingin, eins og markvarsla Banks er markvarslan, sú sem allar aðrar eru, nánast ósjálfrátt, miðaðar við. Það var sömuleiðis eftir þennan leik sem ein frægasta íþróttaljósmynd allra tíma var tekin, þar sem Pelé og Moore, bestu leikmenn liðanna, sjást skiptast á treyjum og þakka hvor öðrum fyrir leikinn. Hún hefur í tímans rás orðið að einhvers konar tákni fyrir hinn sanna anda fótboltans, þar sem tveir mestu heiðursmenn íþróttarinnar sýna hvor öðrum gagnkvæma virðingu og skilja sáttir eftir leikinn. Það var allt í leik Brasilíu og Englands á HM 1970.

*

Englendingar mættu til leiks í Mexíkó með svipað lið og hafði unnið HM á heimavelli fjórum árum áður og þóttu líklegir til afreka. Og að margra mati var liðið nú sterkara en 1966. Moore var allavega á þeirri skoðun: „Ekki spurning“, sagði fyrirliðinn fyrir mótið. „Árin fjögur sem flestir okkar hafa eytt saman frá ´66 hafa gert okkur að betra liði“. Ramsey var enn við stjórnvölinn og Banks, Bobby Charlton, Alan Ball, Moore, Martin Peters og Geoff Hurst voru enn á sínum stað.

Sterkir leikmenn höfðu einnig bæst í hópinn. Keith Newton og Terry Cooper skipuðu nú bakvarðastöðurnar í stað George Cohen og Ray Wilson frá ´66. Þeir voru báðir sókndjarfir og hentuðu því vel í hið kantmannslausa leikkerfi Englands. Alan Mullery hafði leyst Nobby Stiles af hólmi sem akkerið á miðjunni og Ramsey kaus nú að spila með Brian Labone (sem hafði dregið sig út úr HM-hópnum fjórum árum áður vegna brúðkaups síns) við hlið Moores í hjarta varnarinnar í stað Jackies Charlton. Francis Lee og Colin Bell frá Manchester City, framherjarnir Jeff Astle frá WBA og Allan Clarke frá Leeds og bakvörðurinn Tommy Wright voru einnig meðal nýrra andlita í hópnum.

Englendingar héldu snemma suður á bóginn til að venjast lofthæðinni í Mexíkó. Mánuði fyrir fyrsta leik lenti liðið Mexíkó-borg þar sem það dvaldi fyrst um sinn. Þaðan hélt England svo enn hærra yfir sjávarmál, til Kólombíu og Ekvador þar sem þess biðu æfingaleikir við heimamenn. Báðir leikirnir unnust örugglega, en þeir féllu algjörlega í skuggann af máli sem átti ekkert skylt við fótbolta og átti eftir að setja stórt strik í undirbúning enskra fyrir HM: Bogotá-málið svokallaða.

Fyrir leikinn við Kólombíu höfðu Moore og Charlton heimsótt skartgripaverslunina Green Fire nálægt anddyrinu á Tequendama-hótelinu í Bogotá, þar sem enska liðið dvaldi. Þegar þeir höfðu yfirgefið verslunina ásakaði starfsstúlka, Clara Padilla að nafni, þá um að hafa stolið armbandi úr versluninni. Uppi varð fótur og fit, en Ramsey tókst að bera vopn á klæðin og Moore og Charlton spiluðu báðir leikina gegn Kólombíu og Ekvador. Eftir leikinn í Kító, höfuðborg Ekvadors, var förinni heitið á ný til Mexíkó – til Guadalajara, þar sem riðill Englands var spilaður – en á leiðinni var millilent í Bogotá. Og það var fyrst þá sem vandræðin hófust fyrir alvöru.

Skömmu eftir komuna til Bogotá var Moore handtekinn af kólombísku lögreglunni, sem greip til aðgerða eftir að nýtt vitni, Alvaro Suarez, hafði gefið sig fram. Moore var haldið í stofufangelsi í fjóra daga áður en hann var látinn laus vegna ófullnægjandi sönnunargagna. Ásakarnirnar gegn Moore reyndust úr lausu lofti gripnar – framburður Padillu þótti ótraustur, auk þess sem það þótti grunsamlegt að Suarez hefði ekki gefið sig fram fyrr en fjórum dögum eftir að atvikið átti að hafa átt sér stað – en uppákomur af þessu tagi voru æði algengar í Kólombíu á þessum tíma og höfðu önnur fótboltalið lent í viðlíka svikahröppum. Bogotá-málið vakti eðlilega mikla athygli, en samúð flestra var með Moore sem þótti sýna ótrúlega yfirvegun meðan á málinu stóð, þá sömu og einkenndi leik hans á fótboltavellinum.

Undirbúningur brasilíska landsliðsins hafði sömuleiðis verið athyglisverður í meira lagi. Stuttu eftir að Brasilía hafði tryggt sér þátttökurétt á HM tók Emílio Médici hershöfðingi við stjórnartaumunum í landinu, þriðji leiðtogi herforingjastjórnarinnar sem var við völd í Brasilíu á árunum 1964-1985. Médici hershöfðingi sá að sigur á HM gæti verið góð landkynning fyrir Brasilíu og um leið hjálpað herforingjastjórninni að öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Af þeim sökum hóf hann að dæla miklu fjármagni í undirbúning brasilíska landsliðsins fyrir HM 1970, sem var langur, strangur og vísindalegur, og minnti sumpart á herbúðir (leikmenn voru lokaðir inni í æfingabúðum sem voru afgirtar og vaktaðar af öryggisvörðum).

Cláudio Coutinho, fyrrverandi höfuðsmaður í brasilíska hernum og sérfræðingur í líkamsþjálfun hermanna, var sendur til höfuðstöðva NASA í Flórída til að kynna sér þjálfunina sem Apollo-geimfararnir gengust undir. Hann sneri aftur til Brasilíu með æfingaáætlun í farteskinu, byggða á geimfaraþjálfuninni. Coutinho, sem átti svo eftir að stýra Brasilíu á HM 1978 í Argentínu, hafði svo umsjón með þjálfuninni sem var viðamikil, krefjandi og nákvæm. Að auki var vel fylgst með matarræði leikmanna, þeir fengu allir sérsmíðaða takkaskó og landsliðsbúningurinn var endurhannaður með tilliti til hitans í Mexíkó. Niðurstaðan var að sjaldan eða aldrei hefur landslið verið jafn vel undirbúið fyrir stórmót og Brasilía 1970.

Áhrifa Médicis hershöfðingja gætti einnig á öðrum sviðum. Þegar hann tók við völdum sat João Saldanha í stóli landsliðsþjálfara. Hann starfaði áður sem blaðamaður, en tók við landsliðinu 1969 og stýrði því í gegnum undankeppnina fyrir HM 1970 með góðum árangri. Saldanha var blóðheitur og opinskár, hafði aðhyllst kommúnisma á sínum yngri árum og fór ekkert í felur með skoðanir sínar á herforingjastjórninni. Og það kom því lítið óvart þegar það fór að kastast í kekki milli hans og Médici.

Saldanha neitaði t.a.m. að breyta æfingaáætlun sinni svo landsliðið gæti sótt kvöldverðarboð hershöfðingjans í forsetahöllinni, en deilur þeirra snerust þó aðallega um eftirlætis leikmann Médici, framherjann Dario (einnig þekktur sem Dadá Maravilha) sem var, og er enn, afar litríkur karakter með sjálfsálit sem mælist hátt á Nicklas Bendtner-kvarðanum. Médici hafði reynt að koma félagaskiptum Darios til Flamengo, uppáhaldsliðs hershöfðingjans, í gegn og reri svo öllum árum að því að koma sínum manni að í landsliðinu. Saldanha þráaðist hins vegar við að velja Dario og aðspurður, eftir vináttulandsleik gegn Argentínu, hvort hann væri meðvitaður um hrifningu Médici á Dario, svaraði hann: „Ég vel ekki ráðuneyti forsetans og hann getur ekki valið framlínuna mína." Saldanha sló svo síðasta naglann í kistuna sína þegar leyfði sér að gagnrýna Pelé, sem jaðraði nánast við landráð í Brasilíu.

Skömmu síðar, í mars 1970, var Saldanha rekinn á forsendum andlegs ójafnvægis. Það er óhætt að segja að það hafi verið innistæða fyrir þeim forsendum, en á meðan Saldanha var landsliðsþjálfari hafði hann eitt sinn stormað inn í hótelandyri í Ríó vopnaður skammbyssu. Saldanha ætlaði þar að finna þjálfara Flamengo, Dorival Yustrich, sem hafði kallað hann heigul í útvarpsviðtali og dvaldist á hótelinu. Yustrich hafði til allrar hamingju brugðið sér af bæ. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Saldanha fór í byssuleik, en nokkrum árum áður hafði hann hleypt tveimur skotum af upp í loftið eftir rifrildi við markvörðinn Manga, sem Saldanha hafði ásakað um veðmálasvindl.

Við starfi Saldanha tók Mário Zagallo, lykilmaður í heimsmeistaraliðum Brasilíu 1958 og 1962 og öllu rólegra og þægilegra eintak en forveri hans. Dario var valinn í lokahópinn fyrir HM, þar sem hann spilaði reyndar ekki eina einustu mínútu, en öllu mikilvægara var að Zagallo fann leið til að spila með Pelé, Tostão, Gérson og Rivelino alla inn á vellinum í einu án þess að það kæmi niður á jafnvæginu í liðinu. Gérson, leikstjórnandinn frábæri, var á sínum stað inn á miðjunni, en við hlið hans var hinn ungi Clodoaldo sem vann mikilvæga varnarvinnu fyrir félaga sína. Jarzinho var á hægri kantinum og Rivelino var fundinn staður á þeim vinstri þótt hann hefði nokkuð frjálst hlutverk. Pelé lék síðan aðeins fyrir aftan Tostão, sem náði sér af alvarlegum augnmeiðslum í tæka tíð fyrir HM. Allar áhyggjur af því að þeir væru of líkir leikmenn reyndust óþarfar.

*

Bæði liðin unnu fyrstu leiki sína í riðlinum. Hurst skoraði eina mark Englands í 1-0 sigri á Rúmeníu, á meðan Brasilía vann öruggan sigur á Tekkóslóvakíu með fjórum mörkum gegn einu; Jarzinho skoraði í tvívegis og Pelé og Rivelino sitt markið hvor. Það skyggði þó á gleðina að Gérson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla sem útilokuðu hann frá þátttöku í leiknum gegn Englandi. Rivelino tók stöðu Gérsons á miðjunni og Paulo „Caju“ Cézar kom í stað Rivelinos á vinstri kantinn. Ramsey gerði sömuleiðis eina breytingu á enska liðinu fyrir leikinn; Wright tók stöðu Newtons, liðsfélaga síns hjá Everton, sem hafði orðið fyrir meiðslum í leiknum gegn Rúmeníu.

Snemma kvöldið fyrir leik höfðu brasilísk og mexíkósk ungmenni safnast saman fyrir utan hótelið sem enska liðið dvaldi á í miðborg Guadalajara. Bílum og mótórhjólum var ekið hring eftir hring í kringum hótelið, bílflautur voru þeyttar í gríð og erg, raddbönd þaninn til hins ítrasta og hávaðinn ágerðist eftir því sem á kvöldið leið. Þeir voru því misvel eða öllu heldur misilla sofnir ensku leikmennirnir sem gengu út á Jalisco-völlinn í Guadalajara þann 7. júní 1970. Og þar mættu þeir enn meiri andstöðu.

Áhorfendaskarinn var óvinveittur, stuðningsmenn Brasilíu voru fjölmargir en enn fjölmennari voru Mexíkóar sem óskuðu þess allra heitast að sjá England tapa.
Svo var það hitinn. Sólin var hátt á lofti á meðan leikurinn fór fram og hitinn fór upp í 37 gráður. Það var auðvitað bilun að spila fótbolta við þessar aðstæður, en Brian Glanville, blaðamaðurinn þekkti, talaði um að HM-nefndin hefði fórnað leikmönnunum á altari evrópska sjónvarpsmarkaðarins. Vökvatap leikmanna var mikið, en samkvæmt Glanville missti enginn leikmaður enska liðsins minna en fimm kíló á meðan á leiknum stóð.

Hitinn var meiri vinur brasilíska liðsins en þess enska. Kollegi Glanvilles, Skotinn Hugh McIlvanney, benti í umfjöllun sinni um leikinn á að það væri misskilningur að Brasilíumenn, hvort sem þeir væru dökkir eða ljósir á hörund, nytu þess að spila í miklum hita, en í því samhengi bendir hann á að flestir leikir í Ríó færu fram að kvöldi til. McIlvanney talar þó um að yfirgengilegur hiti sé veruleiki fyrir flesta Brasilíumenn sem hann geti aldrei verið fyrir fólk frá norðurhveli jarðar. Brasilíumenn séu vanari hitanum, bæði andlega og líkamlega, og að því leyti hafi hann verið brasilíska liðinu hagstæður. Hitinn og lofthæðin í Mexíkó gerðu liðum einnig ómögulegt fyrir að pressa sem hentaði brasilíska liðinu vel. Í síðasta skipti á stórmóti var pláss og Brasilía var með fullkomið lið til að nýta sér það til fullnustu eins og Jonathan Wilson segir í hinni frábæru bók Inverting the Pyramid.

Ramsey hafði þó gert ráðstafanir og lagað leikstíl enska liðsins að aðstæðunum í Mexíkó. Hann lagði áherslu á að liðið héldi boltanum betur og lengur í senn, byggt á hinni einföldu lógík að það er auðveldara að halda boltanum en að hlaupa á eftir honum, hvað þá í 35-40 stiga hita. Niðurstaðan var sú að England hefur sjaldan eða aldrei haldið boltanum – hinn eilífi akkilesarhæll landsliðsins – jafn vel og í Mexíkó. Og það sást strax í byrjun leiks. Englendingar létu boltann ganga á milli sín af yfirvegun og öryggi. Peters minnti fljótlega á sig þegar hann átti fast skot beint á Félix, og það sama gerði Mullery þegar hann straujaði Pelé. Spurs-maðurinn fékk það hlutverk að gæta snillingsins í leiknum og sinnti því af festu. Það var auðvitað ekki hægt að stoppa Pelé, en Mullery tókst að halda honum ágætlega í skefjum.

Markvörðurinn Félix var að flestra mati veikasti hlekkurinn í brasilíska liðinu, en hann þótti sérstaklega veikur þegar kom að því að eiga við fyrirgjafir og háa bolta. Og það sýndi sig fljótlega í leiknum þegar hann missti fyrirgjöf Ball frá hægri yfir sig, en blessunarlega fyrir Brasilíu missti fyrirgjöfin einnig marks. Leikurinn gegn Englandi var hans besti (lesist: skásti) á HM og sá eini þar sem honum tókst að halda hreinu. Félix þótti ágætis markvörður, en hann átti vont mót 1970 og leit illa út í flestum mörkunum sem Brasilía fékk á sig á mótinu. Reyndar var það svo að þetta brasilíska lið hefði sennilega getað spilað með Pappírs-Pésa í markinu og samt orðið heimsmeistari.

Peters átti skömmu síðar aðra hættulega fyrirgjöf, nú frá vinstri, sem Hurst rétt missti af. En þrátt fyrir þessa sterku byrjun Englands sýndu Brasilíumenn fljótlega hversu hættulegir þeir gátu verið. Eftir um tíu mínútna leik átti Carlos Alberto frábæra sendingu upp hægri kantinn, bakvið Cooper, á Jarzinho sem keyrði framhjá Leeds-manninum og að endalínunni þaðan sem hann lyfti boltanum fyrir á Pelé nálægt vinstra markteigshorninu. Hann var fljótur í loftið, langt á undan Mullery og skallaði boltann að krafti í jörðina og í fjærhornið. Skallinn var góður og margir voru eflaust byrjaðir að fagna, þ.á.m. Pelé sjálfur sem á að hafa hrópað „mark!“ eftir að hafa látið skallann ríða af. Banks sá hins vegar við honum, náði á einhvern ótrúlegan til boltans og sló hann yfir þverslána. Jább, þessi markvarsla.

Það er fátt sem er ósagt um þessa markvörslu – kvótinn er einfaldlega að verða búinn. Það má deila endalaust um hvort hún sé sú besta eða ekki, en hún er frábær. Í „við-nánari-umhugsun“ pistli sem birtist á vef the Guardian fyrir nokkrum árum gerir blaðamaðurinn Paul Doyle markvörsluna, eða öllu heldur goðsögnina um hana, að umtalsefni sínu. Hann bendir réttilega á að kringumstæðurnar hafi skipt máli; þetta var fyrsta HM sem var sjónvarpað í lit, þetta gerðist í leik milli ríkjandi og verðandi heimsmeistara og það var Pelé sem átti skallann. Auðvitað skiptir það máli. En síðan byrjar Doyle að bulla. Það má deila um hversu frábær markvarslan var, en þetta var ekki rútínuvarsla eins og hann talar um og það hefði ekki verið merki um „damnable slackness“ að hafa ekki náð til boltans. Ég efast um nokkur hefði sagt neitt ef hefði skalli Pelés endað í netinu.

Burtséð frá björgunarafreki Banks gekk Englendingum ágætlega að halda brasilíska liðinu í skefjum, auk þess sem þeim hélst áfram vel á boltanum. Charlton, og það sem eftir var af hárinu hans (hversu mikill munur hefði það verið fyrir hann ef American Hustle hefði komið út 40-50 árum fyrr), var öflugur og sýndi fá merki þess að vera elsti leikmaðurinn á vellinum. Hættulegustu sóknir Englands héldu áfram að koma upp hægri kantinn, þar sem þeir áttu nokkuð greiða leið framhjá Everaldo. Peters átti skalla yfir eftir fyrirgjöf Wrights frá hægri og sá síðarnefndi skapaði svo besta færi Englands í fyrri hálfleik, eftir um hálftíma leik.

Mullery átti þá sendingu upp í hægra hornið, Paulo Cézar var grunlaus og Wright var fyrstur á boltann og sendi hann fyrir. Hurst, á nærstönginni, missti af fyrirgjöfinni sem barst á Lee – sem gerðist umsvifamikill klósettpappírsframleiðandi eftir að ferlinum lauk – sem kom á ferðinni og kastaði sér fram og skallaði á markið. Félix sýndi hins vegar góð viðbrögð og varði og tókst síðan að góma boltann undir pressu frá Lee sem sparkaði í óviljandi í höfuð hans og fékk gult spjald fyrir. Félix lá óvígur eftir, en reis fljótlega á fætur. Hann var vankaður eftir samstuðið en tvær sígarettur í hálfleik hresstu hann við.

Eins og frægt var orðið hafði Ramsey gert hefðbundna kantmenn útlæga úr enska liðinu. Fyrir þjóð sem var bæði þekkt fyrir afburða kantmenn, á borð við Stanley Matthews og Tom Finney, og öflugt vængspil voru þetta mikil viðbrigði, en í augum Ramseys voru kantmenn lúxus sem hægt var að vera án. Það þýddi þó ekki að allt spil Englands væri þröngt og færi eingöngu í gegnum miðjun. Framherjarnir, sérstaklega Lee, sem var kantmaður að upplagi, voru duglegir að draga sig út á kantanna og sömu sögu var að segja af ytri miðjumönnunum, Ball og Peters. Bakverðirnir gengdu sömuleiðis mikilvægu hlutverki í sóknarleik enska liðsins þegar kom að því að búa til breidd. Í leiknum gegn Brasilíu bar meira á Wright sem var duglegur að hlaupa upp og niður hægri kantinn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Cooper átti hins vegar fullt í fangi með að hemja Jarzinho og því fór minna fyrir honum í sóknarleiknum eins og Glanville bendir á í HM-sögu sinni.

Nokkru áður en flautað var hálfleiks virtist Hurst vera kominn í gegn eftir sendingu frá Ball. Hann hægði hins vegar aðeins á sér, líklega í þeirri trú að hann væri rangstæður, og í stað þess að keyra að markinu átti hann skot eða sendingu (ekki gott að segja hvort það var) þvert fyrir markið, þar sem Carlos Alberto komst á undan Lee í boltann og bægði hættunni frá. Brasilíumenn gerðu svo tilkall til vítaspyrnu þegar Pelé féll eftir viðskipti við Mullery, yfirfrakkann sinn. Dómarinn frábæri Abraham Klein lét sér hins vegar fátt um finnast og flautaði skömmu síðar til hálfleiks. Leikurinn hafði verið jafn, liðin voru skipulögð og var um sig, án þess þó að vera neikvæð, og héldu bæði boltanum vel. Sóknir Englands höfðu þó verið heldur hættulegri.

Brasilíumenn létu bíða eftir sér eftir að leikhléinu lauk. Í bók Jons Spurling, Death or Glory: The Dark History of the World Cup, viðurkennir Paulo Cézar í samtali við bókarhöfund að þetta hafi verið með ráðum gert, að láta enska liðið standa úti í steikjandi hitanum. Hvort sem það var vegna þessa klækjabragðs eða ekki – það er erfitt að trúa því að þetta hafi haft mikil áhrif á jafn reynt lið og England – þá byrjaði Brasilía seinni hálfleikinn betur. Lee átti reyndar fyrstu markverðu tilraun seinni hálfleiksins, skot fyrir utan teig sem Félix varði auðveldlega, en hægt og rólega herti brasilíska liðið tökin.
Það kom meiri kraftur í sóknaraðgerðir þeirra og þótt Englendingar væru aldrei í nauðvörn voru þeir undir meiri pressu en á nokkrum tímapunkti í fyrri hálfleik og Banks þurfti þrívegis á skömmum tíma að taka á honum stóra sínum. Fyrst átti Paulo Cézar skot frá vítateigshorninu vinstra megin sem Banks gerði vel í verja, Pelé átti svo hættulega stungusendingu ætlaða Jarzinho, en Banks var fljótur út og sparkaði boltanum í innkast og loks lék Rivelino á tvo Englendinga og átti þrumuskot með sínum frábæra vinstri fæti sem Banks varði.

Það kom því ekki á óvart þegar Brasilía tók forystuna eftir 59. mínútna leik. England tapaði boltanum við vítateig brasilíska liðsins sem sneri vörn í sókn. Tostão fékk boltann við D-bogann, sneri og skaut í Labone. Hann náði frákastinu sjálfur, sendi á Paulo Cézar og fékk boltann aftur við vinstra vítateigshornið. Tostão hristi Ball af sér, klobbaði Moore, lék á Wright og virtist ætla að senda fyrir með vinstri, en sneri sér á þann hægri og sendi á Pelé við vítapunktinn. Hann lagði boltann fyrir sig og um leið soguðust varnarmenn Englands að honum, þ.á.m. Cooper sem skildi Jarzinho eftir óvaldaðan hægra megin í vítateignum. Að sjálfsögðu sá Pelé þetta og ýtti boltanum til hliðar á Jarzinho sem tók eina snertingu og þrumaði boltanum svo upp í fjærhornið af stuttu færi. Frábært mark hjá stórkostlegu liði. Mark Jarzinhos var hans þriðja í mótinu, en alls áttu þau eftir að vera sjö og til þessa dags er hann eini leikmaðurinn í sögu HM sem hefur skorað í öllum leikjum heimsmeistaraliðs á leið þess að titlinum.

Englendingar tóku fljótt við sér og í næstu sókn átti Charlton skot framhjá eftir atgang í vítateig Brasilíu. Það reyndist vera síðasta framlag hans í leiknum, en skömmu síðar fór hann af velli og í hans stað kom Colin Bell. Lee skipti sömuleiðis við Jeff Astle, annan framherja sem var þekktur fyrir styrk sinn í loftinu. Í millitíðinni hafði Jarzinho átt skot yfir úr aðeins þrengra færi en því sem hann skoraði úr, eftir mikinn sprett Paulo Cézar og sendingu Pelé, ekki ósvipaða þeirri sem skapaði markið.

Strax eftir innkomu Astle fóru Englendingar að senda fleiri háar sendingar inn á vítateig Brasilíu. Og þær sköpuðu samstundis hættu; Ball hitti ekki boltann í ákjósanlegu færi við vítapunktinn eftir skalla Astle og svo gerði Félix vel í að kýla boltann frá undir pressu frá Hurst eftir langa sendingu frá Moore. Við þennan aukna sóknarþunga England var viðbúið að brasilíska liðið fengi aukið pláss til að sækja hratt og ein slík skyndisókn leit skömmu síðar dagsins ljós.

Carlos Alberto sendi þá langa sendingu upp hægri kantinn á Jarzinho sem tók á rás. Englendingar voru fáir til baka, en sem betur fer fyrir þá var Moore einn þeirra. Jarzinho kom á fullri ferð á Moore og nálgaðist markið. Enski fyrirliðinn bakkaði og bakkaði en þegar Jarzinho var rétt kominn inn í vítateiginn rétti Moore hægri fótinn, allt að því letilega, út og hirti boltann af tánum á Brasilímanninum, reis strax á fætur, lagði boltann fyrir sig og kom honum í leik. Jább, þessi tækling.

Líkt og með markvörslu Banks er fátt ósagt um tæklingu Moores. Hún var frábær, fullkomlega tímasett og lýsandi fyrir þann stórleik sem hann átti í vörn enska liðsins. Yfirvegunin holdi klædd, alltaf svalur undir pressu, jafnvel þegar jafn fljótur, leikinn og kraftmikill leikmaður og Jarzinho kom á fleygiferð á hann. Moore var ekki fljótur að hlaupa, en fáir fótboltamenn hafa verið jafn fljótir að hugsa. Jock Stein sagði einhverju sinni að það ættu að vera lög gegn honum, hann vissi hvað væri að gerast tuttugu mínútum á undan öllum öðrum. Að margra mati var spilaði Moore jafnvel enn betur á HM ´70 en fjórum árum fyrr og spilamennska hans var sérstaklega aðdáunarverð í ljósi þess gekk á fyrir mótið.

Í næstu sókn, þeirri sem Moore hóf, fékk England svo gullið tækifæri til að jafna. Cooper sendi þá háa sendingu frá vinstri inn á vítateiginn. Hún var ekki góð og hitti beint á vinstri bakvörðinn Everaldo. Hann ætlaði að hreinsa frá með hægri fæti, en það tókst ekki betur en svo að hann hitti ekki boltann, sem fór af vinstri fæti hans, þess sem hann stóð í, og hrökk beint til Astle sem var aleinn, rétt vinstra megin við vítapunktinn. WBA-maðurinn skaut boltanum í fyrsta með vinstri fæti, en missti marks – boltinn fór framhjá fjærstönginni. Boltinn kom vissulega óvænt til hans, en Astle, sem þótti betri þegar boltinn var í loftinu en á jörðu niðri, átti að skora. England, og í raun hvaða lið sem var, hafði ekki efni á að misnota svona færi gegn þessu brasilíska liði.

Englendingar héldu áfram að sýna góða sóknartilburði. Cooper átti skot langt fyrir utan teig sem fór beint á Félix, Everaldo kom í veg fyrir að Bell kæmist í gott færi inn í vítateignum og það sama gerði Moore hinum megin á vellinum þegar hann varnaði því að varamaðurinn Roberto, sem kom inn á í stað Tostãos, kæmist í færi. Ball komst svo grátlega nærri að skora þegar skot hans, vinstra megin í vítateignum, hafnaði í slánni. Færið kom eftir háa sendingu Moores inn á teiginn sem Astle skallaði niður á Ball.

Þótt Astle verði alltaf minnst fyrir klúðrið hans, þá átti hann ágætis innkomu í leikinn og skapaði mikinn usla með styrk sínum í loftinu þar sem hann hafði yfirhöndina gegn Brito og Wilson Piazza miðvörðum Brasilíu. Oft hefur enska liðinu verið legið á hálsi fyrir að beita of mikið af löngum sendingum, og það réttilega enda eru þær oftast til marks um úrræðaleysi og vöntun á hugmyndaauðgi í sóknarleik enskra, en í leiknum gegn Brasilíu var þetta lógísk nálgun og það var hugsun á bak við hana. Englendingar voru undir, þurftu mark og því var ósköp eðlilegt að nýta sér það sem var bæði styrkleiki þeirra og veikleiki mótherjanna. Og það munaði svo litlu að þetta bæri árangur.

Brasilíumenn leituðust eftir þetta við að hægja á leiknum með því að láta boltann ganga rólega sín á milli og voru ófeimnir að senda aftur á Félix til að eyða tíma. Klukkan var þeirra vinur. Paulo Cézar, sem átti góðan seinni hálfleik, komst reyndar í ágætis stöðu vinstra megin í vítateigs Englands en skaut boltanum í innkast og átti skömmu síðar öllu betra skot sem Banks varði þó nokkuð auðveldlega. Varamaðurinn Roberto átti sömuleiðis ágætis skot sem Banks sló aftur fyrir. Ball komst svo nálægt því að skora þegar boltinn féll fyrir fætur hans í rétt fyrir utan vítateig eftir að Félix mistókst að grípa háa sendingu Bells undir pressu frá Hurst. Ball tók boltann á loftinu en náði ekki að halda honum niðri og skaut yfir markið. Nær komust Englendingar ekki og Brasilíumenn fögnuðu 1-0 sigri.

*

Leikurinn var frábær, jafn og bæði lið léku framúrskarandi vel, sérstaklega í ljósi aðstæðna. Glanville talaði um „a magnificent, enthralling display of football“, sem eru engar ýkjur. England spilaði eins og heimsmeisturum sæmir, sannarlega nógu vel til að verðskulda stig gegn stórkostlegu brasilísku liði sem stóðst í leiknum sína stærstu prófraun á HM 1970, og það án Gérsons, síns mikilvægasta leikmanns ásamt Pelé.

England fékk nóg af tækifærum til að skora, en þau bestu féllu líklega fyrir vitlausa menn. Flestir Englendingar hefðu eflaust frekar kosið að dauðafærin sem Lee og Astle fengu, hefðu fallið Charlton eða Hurst í skaut. Moore (besti maður vallarins), Banks og co. héldu Pelé og co. líklega eins vel í skefjum og mögulegt var og fyrir utan færanýtinguna var fátt sem enska liðið gerði vitlaust í leiknum, en sigur Brasilíu var enn sterkari með það í huga.

Um leið er það hálf sorglegt að bestu leikir Englands í HM hafa jafnan tapast, á einn eða annan hátt, líkt og umræddur leikur, undanúrslitaleikurinn gegn V-Þýskalandi ´90, leikurinn gegn Argentínu ´98. Á HM ´70 spilaði England t.a.m. miklu betur í tapleikjunum tveimur heldur en nokkurn tímann í leikjunum sem þeir unnu, báða 1-0 gegn Rúmeníu og Tekkóslóvakíu. Ramsey gerði nokkrar breytingar á enska liðinu fyrir Tékkaleikinn og einn þeirra sem kom inn í liðið, Allan „Sniffer“ Clarke, skoraði eina mark leiksins úr vafasamri vítaspyrnu í slökum leik. England lenti í öðru sæti riðilsins og mætti V-Þjóðverjum í fjórðungsúrslitum í Léon, þar sem þýska liðið hafði spilað sína leiki í riðlakeppninni.

Englendingar urðu fyrir miklu áfalli fyrir leikinn þegar ljóst var að Banks gæti ekki spilað vegna matareitrunar (enn eru uppi áhöld um að honum hafi verið byrlað eitur). Peter Bonetti, nýkrýndur bikarmeistari með Chelsea og hörkugóður markvörður, tók stöðu hans og til að byrja með virtist fjarvera Banks ekki hafa mikil áhrif á enska liðið. Eftir fimmtíu mínútna leik leiddi það með tveimur mörkum gegn engu. Mullery og Peters skoruðu mörkin, sem komu bæði eftir fyrirgjafir frá Keith Newton. En síðan fór allt til fjandans. Franz Beckenbauer minnkaði muninn með skoti sem Bonetti átti að verja og Uwe Seeler, fyrirliði Þjóðverjanna, jafnaði svo leikinn með fáranlegu skallamarki – hann skallaði boltann í skrítnum boga yfir Bonetti með hnakkanum.

Í framlengingunni gekk Englendingum allt í mót; mark sem virtist löglegt var dæmt af Hurst og Bell hefði átt að fá vítaspyrnu. Sigurmarkið skoraði hins vegar Gerd Müller, markahæsti maður mótsins, af stuttu færi þegar um tíu mínútur voru eftir af framlengingunni. Bonetti fékk sinn skerf af gagnrýni eftir leikinn og í seinni tíð hefur verið vinsælt að kenna Ramsey, og þá sérstaklega skiptingunum sem hann gerði – Bell og varnarmaðurinn Norman „djöfull-ætla-ég að-fótbrjóta-þig“ Hunter komu inn fyrir Charlton og Peters – um hvernig fór. Þessir þættir skiptu sköpum, en það gerði óhagstæð dómgæsla einnig sem og sú staðreynd að bakverðir Englands voru orðnir úrvinda í framlengingunni eftir mikil hlaup. England tapaði gegn frábæru liði í jöfnum leik, það var engin skömm að því, öfugt við það sem gerðist fjörtíu árum síðar í S-Afríku. Það voru þó fáir sem sáu fyrir að leikurinn gegn V-Þýskalandi yrði síðasti leikur Englands á HM í tólf ár. Hann reyndist byrjunin á endanum hjá Ramsey sem hætti með enska liðið í maí 1974.

Brasilía kláraði riðlakeppnina með 3-2 sigri á Rúmeníu og mætti Perú í fjórðungsúrslitum. Félix hélt áfram að gefa mörk, en það skipti ekki máli. Pelé og co. skoruðu bara fleiri. Rivelino, Tostão (2) og Jarzinho skoruðu mörkin í 4-2 sigri. Brasilíumenn voru svo lengi í gang gegn Úrugvæ í undanúrslitunum. Félix og Brito gáfu mark eftir tæplega tuttugu mínútna leik, en Clodoaldo jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Jarzinho og Rivelino tryggðu svo sigurinn í seinni hálfleik.

Í úrslitaleiknum mætti brasilíska liðið því ítalska, sem hafði unnið V-Þjóðverja 4-3 í ótrúlegum leik í undanúrslitunum. Pelé kom Brasilíu yfir með skallamarki áður en Robert Boninsegna jafnaði leikinn eftir röð mistaka í vörn Brasilíu. Staðan var því jöfn í hálfleik í leik sem var nokkuð jafn. Það tók Brasilíu um tuttugu mínútur að ná forystunni í seinni hálfleik, með marki Gérsons, og þeir litu ekki til baka eftir það. Jarzinho bætti við marki og Carlos Alberto gulltryggði svo sigurinn skömmu fyrir leikslok. Brasilía fagnaði sínum þriðja heimsmeistaratitli, sennilega þó enginn meir en Médici hershöfðingi.

Eftir sigurinn var brasilíska liðinu var flogið til höfuðborgarinnar þar sem við tók mikil sigurhátíð sem talið er að um hálf milljón manna hafi sótt. Öryggisgæslan var mikil og sigurhátíðin þótti minna óþægilega á hersýningu enda var varla þverfótað fyrir vopnuðu hermönnum og skriðdrekum, eins og stjórnarandstæðingurinn David Voares lýsir fyrir Jon Spurling í Death or Glory. Médici var ófeiminn að baða sig í árangri landsliðsins, sem hann hafði jú ausið peningum í, og Voares talar um að afrek liðsins hafi því niður orðið að afreki Médicis. Hann segir ennfremur að margir Brasilíumenn hugsi sjálfkrafa um stjórnartíð Médicis þegar heimsmeistaratitilinn 1970 berst í tal.

Áðurnefnt mark Carlos Alberto er þó, kannski sem betur fer, það flestir tengja við þetta brasilíska lið. Það er stærsta varðan um þetta ótrúlega lið, en í því komu saman hraði, tækni, sköpunargleði og kraftur, m.ö.o. allt það sem gerði þetta lið jafn frábært og það var. Clodoaldo byrjaði á því að leika á fjóra Ítala á miðjum vellinum áður en hann sendi boltann á Rivelino. Hann sendi boltann upp vinstri kantinn á Jarzinho sem kom inn á völlinn og sendi á Pelé rétt fyrir utan D-bogann. Hann beið í augnablik áður en hann sendi boltanum til hliðar, ekki ósvipað og í markinu gegn Englandi, á hægri bakvörðinn og samherja sinn hjá Santos, Carlos Alberto, sem kom á ferðinni og þrumaði boltanum niður í fjærhornið og sló þannig botninn í það magnaða fótboltafestival sem boðið var upp á í Mexíkó fyrir 44 árum.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
20:30
21:50
banner
banner
banner
Garðar Örn Hinriksson
Garðar Örn Hinriksson | fim 18. maí 11:28
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 27. apríl 08:00
Matthías Freyr Matthíasson
Matthías Freyr Matthíasson | mán 24. apríl 08:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 27. mars 08:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | lau 25. mars 17:55
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 24. mars 15:37
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 22. mars 11:18
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 22. mars 09:00
föstudagur 2. júní
Besta-deild karla
18:00 Stjarnan-KA
Samsungvöllurinn
19:15 Breiðablik-Víkingur R.
Kópavogsvöllur
19:15 Fram-Keflavík
Framvöllur
19:15 Valur-FH
Origo völlurinn
Lengjudeild karla
18:00 Þór-Ægir
Þórsvöllur
19:15 Grótta-Leiknir R.
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild kvenna
19:15 KR-Grindavík
Meistaravellir
19:15 Afturelding-HK
Varmárvöllur
2. deild karla
19:15 Þróttur V.-ÍR
Vogaídýfuvöllur
19:15 KFA-Höttur/Huginn
Fjarðabyggðarhöllin
2. deild kvenna
19:00 Haukar-Einherji
Ásvellir
3. deild karla
19:15 Reynir S.-Elliði
Brons völlurinn
20:00 Árbær-Víðir
Fylkisvöllur
4. deild karla
19:15 Álftanes-Tindastóll
OnePlus völlurinn
20:00 Árborg-KFK
JÁVERK-völlurinn
5. deild karla - A-riðill
20:00 Hafnir-Reynir H
Nettóhöllin
Ítalía - Serie A - karlar
18:30 Sassuolo - Fiorentina
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
16:00 Hacken W - Kristianstads W
17:00 Hammarby W - Norrkoping W
laugardagur 3. júní
Lengjudeild karla
14:00 Vestri-Njarðvík
Olísvöllurinn
Lengjudeild kvenna
12:30 Fylkir-Víkingur R.
Würth völlurinn
14:00 FHL-Augnablik
Fjarðabyggðarhöllin
2. deild karla
13:00 Sindri-Dalvík/Reynir
Jökulfellsvöllurinn
14:00 KFG-Víkingur Ó.
Samsungvöllurinn
15:00 KF-KV
Ólafsfjarðarvöllur
16:00 Haukar-Völsungur
Ásvellir
2. deild kvenna
13:00 Smári-ÍH
Fagrilundur - gervigras
16:00 Sindri-ÍR
Jökulfellsvöllurinn
3. deild karla
14:00 KFS-Kári
Týsvöllur
14:00 Kormákur/Hvöt-Hvíti riddarinn
Blönduósvöllur
16:00 Magni-ÍH
Grenivíkurvöllur
4. deild karla
11:30 KÁ-Vængir Júpiters
Ásvellir
5. deild karla - B-riðill
14:00 Spyrnir-SR
Fellavöllur
16:00 Kría-Samherjar
Vivaldivöllurinn
Ítalía - Serie A - karlar
16:30 Torino - Inter
19:00 Empoli - Lazio
19:00 Cremonese - Salernitana
Noregur - Toppserien - konur
11:00 Rosenborg W - SK Brann W
11:45 Roa W - Arna-Bjornar W
11:45 Stabek W - Avaldsnes W
11:45 Asane W - Lillestrom W
11:45 Lyn W - Valerenga W
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
13:00 Uppsala W - Linkoping W
Rússland - Efsta deild - karlar
14:00 Zenit - Fakel
14:00 Lokomotiv - Torpedo
14:00 Kr. Sovetov - Spartak
14:00 Nizhnyi Novgorod - Khimki
14:00 Akhmat Groznyi - FK Krasnodar
14:00 CSKA - Rostov
14:00 Ural - Sochi
14:00 Orenburg - Dinamo
sunnudagur 4. júní
2. deild kvenna
16:00 KH-Völsungur
Valsvöllur
5. deild karla - A-riðill
15:00 Hörður Í.-RB
Olísvöllurinn
5. deild karla - B-riðill
14:00 Afríka-KM
OnePlus völlurinn
Ítalía - Serie A - karlar
16:30 Napoli - Sampdoria
19:00 Atalanta - Monza
19:00 Udinese - Juventus
19:00 Lecce - Bologna
19:00 Roma - Spezia
19:00 Milan - Verona
Spánn - La Liga - karlar
16:30 Mallorca - Vallecano
16:30 Real Sociedad - Sevilla
16:30 Real Madrid - Athletic
16:30 Villarreal - Atletico Madrid
16:30 Osasuna - Girona
19:00 Betis - Valencia
19:00 Celta - Barcelona
19:00 Valladolid - Getafe
19:00 Elche - Cadiz
19:00 Espanyol - Almeria
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
13:00 Rosengard W - Vaxjo W
13:00 Pitea W - Orebro W
13:00 Vittsjo W - Kalmar W
mánudagur 5. júní
Mjólkurbikar karla
17:30 Þór-Víkingur R.
Þórsvöllur
20:00 Breiðablik-FH
Kópavogsvöllur
2. deild kvenna
19:00 Álftanes-Fjölnir
OnePlus völlurinn
5. deild karla - A-riðill
20:00 Léttir-Úlfarnir
ÍR-völlur
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
17:00 Brommapojkarna W - Djurgarden W
þriðjudagur 6. júní
Mjólkurbikar karla
17:30 KA-Grindavík
Greifavöllurinn
20:00 KR-Stjarnan
Meistaravellir
Besta-deild kvenna
18:00 Keflavík-ÍBV
HS Orku völlurinn
19:15 Tindastóll-Þróttur R.
Sauðárkróksvöllur
19:15 Valur-Þór/KA
Origo völlurinn
19:15 FH-Selfoss
Kaplakrikavöllur
5. deild karla - A-riðill
20:00 KB-Stokkseyri
Domusnovavöllurinn
20:00 Hafnir-Álafoss
Nettóhöllin
5. deild karla - B-riðill
20:00 Smári-Berserkir/Mídas
Fagrilundur - gervigras
Noregur - Toppserien - konur
17:00 Arna-Bjornar W - Asane W
17:00 Avaldsnes W - Valerenga W
17:00 Lillestrom W - Rosenborg W
17:00 Roa W - Lyn W
17:05 SK Brann W - Stabek W
miðvikudagur 7. júní
Besta-deild kvenna
18:00 Breiðablik-Stjarnan
Kópavogsvöllur
Lengjudeild kvenna
19:15 Grótta-Grindavík
Vivaldivöllurinn
2. deild karla
19:15 KV-Þróttur V.
KR-völlur
19:15 Völsungur-KFA
PCC völlurinn Húsavík
19:15 Dalvík/Reynir-KF
Dalvíkurvöllur
19:15 ÍR-KFG
ÍR-völlur
19:15 Höttur/Huginn-Sindri
Vilhjálmsvöllur
19:15 Víkingur Ó.-Haukar
Ólafsvíkurvöllur
3. deild karla
18:00 Víðir-Magni
Nesfisk-völlurinn
19:15 Ýmir-Kormákur/Hvöt
Kórinn
19:15 KFS-Reynir S.
Týsvöllur
19:15 Elliði-Árbær
Würth völlurinn
19:15 ÍH-Augnablik
Skessan
20:00 Hvíti riddarinn-Kári
Malbikstöðin að Varmá
fimmtudagur 8. júní
Lengjudeild karla
18:30 Fjölnir-Grótta
Extra völlurinn
19:15 Njarðvík-Selfoss
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild kvenna
19:15 Víkingur R.-Afturelding
Víkingsvöllur
19:15 Augnablik-Fylkir
Kópavogsvöllur
19:15 HK-KR
Kórinn
4. deild karla
19:15 KFK-KH
Fagrilundur - gervigras
19:15 Vængir Júpiters-Skallagrímur
Fjölnisvöllur - Gervigras
19:15 Hamar-KÁ
Grýluvöllur
föstudagur 9. júní
Lengjudeild karla
19:15 Ægir-ÍA
Þorlákshafnarvöllur
2. deild kvenna
19:15 ÍR-Haukar
ÍR-völlur
19:15 ÍH-KH
Skessan
5. deild karla - A-riðill
20:00 Reynir H-RB
Ólafsvíkurvöllur
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
16:00 Uppsala W - Rosengard W
16:00 Linkoping W - Vittsjo W
17:00 Kalmar W - Djurgarden W
laugardagur 10. júní
Besta-deild karla
14:00 KR-ÍBV
Meistaravellir
14:00 KA-Fylkir
Greifavöllurinn
15:00 FH-Breiðablik
Kaplakrikavöllur
Lengjudeild karla
14:00 Leiknir R.-Grindavík
Domusnovavöllurinn
14:00 Afturelding-Vestri
Malbikstöðin að Varmá
15:00 Þróttur R.-Þór
AVIS völlurinn
Lengjudeild kvenna
14:00 Fram-FHL
Framvöllur
2. deild kvenna
14:00 Fjölnir-Sindri
Extra völlurinn
16:00 Völsungur-ÍA
PCC völlurinn Húsavík
4. deild karla
14:00 Uppsveitir-Álftanes
Probygg völlurinn
15:00 Tindastóll-Árborg
Sauðárkróksvöllur
5. deild karla - A-riðill
16:00 Álafoss-Hörður Í.
Varmárvöllur
5. deild karla - B-riðill
14:00 Berserkir/Mídas-Spyrnir
Víkingsvöllur
16:00 Samherjar-KM
Hrafnagilsvöllur
Noregur - Toppserien - konur
13:00 Stabek W - Roa W
13:00 Rosenborg W - Arna-Bjornar W
13:00 Valerenga W - SK Brann W
13:00 Asane W - Lyn W
13:00 Stabek W - Roa W
14:45 Avaldsnes W - Lillestrom W
sunnudagur 11. júní
Besta-deild karla
17:00 HK-Valur
Kórinn
19:15 Keflavík-Stjarnan
HS Orku völlurinn
19:15 Víkingur R.-Fram
Víkingsvöllur
Besta-deild kvenna
16:00 Þór/KA-Selfoss
Þórsvöllur
2. deild karla
14:00 Haukar-KFG
Ásvellir
14:00 KFA-Víkingur Ó.
Fjarðabyggðarhöllin
14:00 KV-ÍR
KR-völlur
14:00 KF-Höttur/Huginn
Ólafsfjarðarvöllur
16:00 Sindri-Völsungur
Jökulfellsvöllurinn
16:00 Þróttur V.-Dalvík/Reynir
Vogaídýfuvöllur
3. deild karla
14:00 Reynir S.-Hvíti riddarinn
Brons völlurinn
14:00 Kári-Kormákur/Hvöt
Akraneshöllin
14:00 Magni-Elliði
Grenivíkurvöllur
14:00 Árbær-KFS
Fylkisvöllur
14:00 ÍH-Ýmir
Skessan
5. deild karla - A-riðill
14:00 Stokkseyri-Léttir
Stokkseyrarvöllur
5. deild karla - B-riðill
14:00 Afríka-Spyrnir
OnePlus völlurinn
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
11:00 Brommapojkarna W - Hacken W
13:00 Orebro W - Hammarby W
13:00 Vaxjo W - Pitea W
mánudagur 12. júní
Besta-deild kvenna
18:00 ÍBV-Breiðablik
Hásteinsvöllur
19:15 Valur-Tindastóll
Origo völlurinn
19:15 Stjarnan-FH
Samsungvöllurinn
19:15 Þróttur R.-Keflavík
AVIS völlurinn
3. deild karla
19:15 Augnablik-Víðir
Fífan
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
17:00 Norrkoping W - Kristianstads W
þriðjudagur 13. júní
Lengjudeild kvenna
19:15 Afturelding-Augnablik
Malbikstöðin að Varmá
19:15 KR-Víkingur R.
Meistaravellir
19:15 Grindavík-HK
Stakkavíkurvöllur
5. deild karla - A-riðill
19:00 Úlfarnir-Hafnir
Framvöllur
5. deild karla - B-riðill
20:00 SR-Kría
Þróttheimar
20:00 KFR-Smári
SS-völlurinn
miðvikudagur 14. júní
5. deild karla - A-riðill
19:00 RB-KB
Nettóhöllin
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
16:30 Kalmar W - Rosengard W
17:00 Vittsjo W - Pitea W
fimmtudagur 15. júní
Mjólkurbikar kvenna
17:30 ÍBV-FH
Hásteinsvöllur
20:00 Þróttur R.-Breiðablik
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
19:15 Grótta-Ægir
Vivaldivöllurinn
19:15 Grindavík-Fjölnir
Stakkavíkurvöllur
Lengjudeild kvenna
19:15 Fylkir-Fram
Würth völlurinn
2. deild kvenna
19:15 ÍA-ÍH
Norðurálsvöllurinn
3. deild karla
19:15 Kormákur/Hvöt-Reynir S.
Blönduósvöllur
19:15 Hvíti riddarinn-Árbær
Malbikstöðin að Varmá
4. deild karla
19:15 Hamar-KFK
Grýluvöllur
19:15 KÁ-Skallagrímur
Ásvellir
5. deild karla - A-riðill
20:00 Stokkseyri-Reynir H
Stokkseyrarvöllur
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
17:00 Hammarby W - Brommapojkarna W
17:00 Hacken W - Uppsala W
17:00 Orebro W - Norrkoping W
17:00 Kristianstads W - Vaxjo W
föstudagur 16. júní
Mjólkurbikar kvenna
17:30 Víkingur R.-Selfoss
Víkingsvöllur
20:00 Keflavík-Stjarnan
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
18:00 Vestri-Leiknir R.
Olísvöllurinn
18:00 Þór-Selfoss
Þórsvöllur
19:15 Afturelding-Njarðvík
Malbikstöðin að Varmá
19:15 ÍA-Þróttur R.
Norðurálsvöllurinn
2. deild karla
19:15 ÍR-Haukar
ÍR-völlur
19:15 Völsungur-KF
PCC völlurinn Húsavík
19:15 Dalvík/Reynir-KV
Dalvíkurvöllur
20:00 KFG-KFA
Samsungvöllurinn
2. deild kvenna
19:15 Haukar-Fjölnir
Ásvellir
19:15 Smári-KH
Fagrilundur - gervigras
3. deild karla
19:15 Elliði-Augnablik
Würth völlurinn
19:15 Ýmir-Kári
Kórinn
19:15 Víðir-ÍH
Nesfisk-völlurinn
4. deild karla
19:15 KH-Tindastóll
Valsvöllur
19:15 Álftanes-Vængir Júpiters
OnePlus völlurinn
19:15 Árborg-Uppsveitir
JÁVERK-völlurinn
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
16:00 Djurgarden W - Linkoping W
laugardagur 17. júní
Landslið karla - Undankeppni EM
13:00 Lúxemborg-Liechtenstein
Stade de Luxembourg
18:45 Ísland-Slóvakía
Laugardalsvöllur
18:45 Portúgal-Bosnía-Hersegóvína
Est. do Sport Lisboa e Benfica
2. deild karla
14:00 Höttur/Huginn-Þróttur V.
Vilhjálmsvöllur
14:00 Víkingur Ó.-Sindri
Ólafsvíkurvöllur
5. deild karla - A-riðill
15:00 Hörður Í.-KB
Olísvöllurinn
sunnudagur 18. júní
Lengjudeild kvenna
14:00 FHL-Grótta
Fjarðabyggðarhöllin
2. deild kvenna
14:00 Einherji-ÍR
Vopnafjarðarvöllur
15:00 Álftanes-Völsungur
OnePlus völlurinn
3. deild karla
14:00 KFS-Magni
Týsvöllur
5. deild karla - B-riðill
14:00 Spyrnir-KFR
Fellavöllur
18:30 Smári-Samherjar
Fagrilundur - gervigras
Noregur - Toppserien - konur
13:00 Arna-Bjornar W - Valerenga W
13:00 Lillestrom W - Stabek W
13:00 Roa W - Asane W
13:00 SK Brann W - Avaldsnes W
14:45 Lyn W - Rosenborg W
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
11:00 Pitea W - Kalmar W
mánudagur 19. júní
Lengjudeild kvenna
19:15 Augnablik-KR
Kópavogsvöllur
5. deild karla - A-riðill
20:00 Álafoss-Úlfarnir
Varmárvöllur
20:00 Léttir-RB
ÍR-völlur
5. deild karla - B-riðill
20:00 SR-Berserkir/Mídas
Þróttheimar
20:00 Kría-KM
Vivaldivöllurinn
Bikarkeppni neðri deilda
19:00 Skallagrímur-KFA
Skallagrímsvöllur
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
16:00 Rosengard W - Uppsala W
17:00 Hammarby W - Orebro W
17:00 Brommapojkarna W - Vittsjo W
17:00 Kristianstads W - Hacken W
17:00 Vaxjo W - Norrkoping W
þriðjudagur 20. júní
Landslið karla - Undankeppni EM
18:45 Ísland-Portúgal
Laugardalsvöllur
18:45 Liechtenstein-Slóvakía
Rheinpark
18:45 Bosnía-Hersegóvína-Lúxemborg
Bilino Polje Stadium
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
17:00 Linkoping W - Djurgarden W
miðvikudagur 21. júní
Besta-deild kvenna
18:00 FH-ÍBV
Kaplakrikavöllur
19:15 Keflavík-Valur
HS Orku völlurinn
19:15 Tindastóll-Þór/KA
Sauðárkróksvöllur
19:15 Selfoss-Stjarnan
JÁVERK-völlurinn
19:15 Breiðablik-Þróttur R.
Kópavogsvöllur
Lengjudeild kvenna
19:15 Víkingur R.-Grindavík
Víkingsvöllur
19:15 Fram-Afturelding
Framvöllur
5. deild karla - A-riðill
20:00 Hafnir-Stokkseyri
Nettóhöllin
Bikarkeppni neðri deilda
18:00 Árbær-KFK
Fylkisvöllur
18:00 KÁ-Magni
Ásvellir
19:15 Hvíti riddarinn-Tindastóll
Malbikstöðin að Varmá
19:15 Vængir Júpiters-Völsungur
Fjölnisvöllur - Gervigras
19:15 KFG-Sindri
Samsungvöllurinn
19:15 Uppsveitir-Höttur/Huginn
Probygg völlurinn
19:15 Árborg-KV
JÁVERK-völlurinn
19:15 Ýmir-Dalvík/Reynir
Kórinn
19:15 Þróttur V.-Víkingur Ó.
Vogaídýfuvöllur
19:15 KF-Kári
Ólafsfjarðarvöllur
19:15 Augnablik-ÍR
Fífan
19:15 ÍH-Álftanes
Skessan
20:15 Elliði-Reynir S.
Würth völlurinn
20:30 Haukar-KH
Ásvellir
fimmtudagur 22. júní
Lengjudeild karla
19:15 Leiknir R.-Afturelding
Domusnovavöllurinn
19:15 Ægir-Grindavík
Þorlákshafnarvöllur
19:15 Þróttur R.-Grótta
AVIS völlurinn
2. deild kvenna
19:30 Fjölnir-Einherji
Extra völlurinn
5. deild karla - B-riðill
20:00 KM-Smári
Kórinn - Gervigras
föstudagur 23. júní
Besta-deild karla
19:15 HK-Breiðablik
Kórinn
19:15 FH-Fram
Kaplakrikavöllur
19:15 Keflavík-Fylkir
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
19:15 Selfoss-ÍA
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild kvenna
19:15 Grótta-HK
Vivaldivöllurinn
2. deild kvenna
18:00 KH-ÍA
Valsvöllur
19:15 ÍH-Álftanes
Skessan
19:15 ÍR-Smári
ÍR-völlur
5. deild karla - A-riðill
20:00 Reynir H-Léttir
Ólafsvíkurvöllur
laugardagur 24. júní
Besta-deild karla
16:00 ÍBV-Valur
Hásteinsvöllur
17:00 KR-KA
Meistaravellir
19:15 Víkingur R.-Stjarnan
Víkingsvöllur
Lengjudeild karla
14:00 Fjölnir-Vestri
Extra völlurinn
16:00 Njarðvík-Þór
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild kvenna
14:00 FHL-Fylkir
Fjarðabyggðarhöllin
2. deild kvenna
16:00 Völsungur-Sindri
PCC völlurinn Húsavík
5. deild karla - A-riðill
16:45 Úlfarnir-Hörður Í.
Framvöllur
5. deild karla - B-riðill
15:00 Afríka-Samherjar
OnePlus völlurinn
Noregur - Toppserien - konur
13:00 Avaldsnes W - Arna-Bjornar W
13:00 Rosenborg W - Asane W
13:00 SK Brann W - Lillestrom W
13:00 Stabek W - Lyn W
14:45 Roa W - Valerenga W
sunnudagur 25. júní
Besta-deild kvenna
16:00 Þór/KA-Stjarnan
Þórsvöllur
19:15 Breiðablik-Valur
Kópavogsvöllur
2. deild karla
14:00 KFA-Haukar
Eskjuvöllur
14:00 KV-Höttur/Huginn
KR-völlur
16:00 Þróttur V.-Völsungur
Vogaídýfuvöllur
16:00 KF-Víkingur Ó.
Ólafsfjarðarvöllur
16:00 Sindri-KFG
Jökulfellsvöllurinn
16:00 Dalvík/Reynir-ÍR
Dalvíkurvöllur
3. deild karla
13:00 Augnablik-KFS
Fífan
13:00 Víðir-Ýmir
Nesfisk-völlurinn
16:00 Árbær-Kormákur/Hvöt
Fylkisvöllur
16:00 ÍH-Elliði
Skessan
16:00 Magni-Hvíti riddarinn
Grenivíkurvöllur
16:00 Reynir S.-Kári
Brons völlurinn
4. deild karla
16:00 KFK-KÁ
Fagrilundur - gervigras
17:00 Tindastóll-Hamar
Sauðárkróksvöllur
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
13:00 Uppsala W - Pitea W
13:00 Orebro W - Rosengard W
13:00 Vittsjo W - Hammarby W
14:00 Hacken W - Vaxjo W
14:00 Kalmar W - Kristianstads W
mánudagur 26. júní
Besta-deild kvenna
18:00 Selfoss-ÍBV
JÁVERK-völlurinn
19:15 Keflavík-Tindastóll
HS Orku völlurinn
19:15 FH-Þróttur R.
Kaplakrikavöllur
4. deild karla
19:15 Skallagrímur-Álftanes
Skallagrímsvöllur
19:15 Vængir Júpiters-Árborg
Fjölnisvöllur - Gervigras
19:15 Uppsveitir-KH
Probygg völlurinn
5. deild karla - A-riðill
20:00 RB-Hafnir
Nettóhöllin
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
17:00 Djurgarden W - Brommapojkarna W
17:00 Norrkoping W - Linkoping W
þriðjudagur 27. júní
5. deild karla - A-riðill
20:00 Stokkseyri-Álafoss
Stokkseyrarvöllur
20:00 KB-Léttir
Domusnovavöllurinn
5. deild karla - B-riðill
19:00 Samherjar-Spyrnir
Hrafnagilsvöllur
20:00 KFR-SR
SS-völlurinn
20:00 Berserkir/Mídas-Kría
Víkingsvöllur
miðvikudagur 28. júní
Besta-deild karla
18:00 ÍBV-KA
Hásteinsvöllur
19:15 Fram-HK
Framvöllur
19:15 KR-Keflavík
Meistaravellir
Lengjudeild kvenna
19:15 Fylkir-Grótta
Würth völlurinn
5. deild karla - B-riðill
20:00 Smári-Afríka
Fagrilundur - gervigras
fimmtudagur 29. júní
Besta-deild karla
19:15 Stjarnan-FH
Samsungvöllurinn
19:15 Fylkir-Víkingur R.
Würth völlurinn
Lengjudeild karla
19:15 Afturelding-Fjölnir
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild kvenna
19:15 HK-Víkingur R.
Kórinn
19:15 Grindavík-Augnablik
Stakkavíkurvöllur
19:15 KR-Fram
Meistaravellir
2. deild kvenna
19:15 Smári-ÍA
Fagrilundur - gervigras
3. deild karla
19:15 Kári-Árbær
Akraneshöllin
4. deild karla
19:15 Hamar-Uppsveitir
Grýluvöllur
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
17:00 Pitea W - Djurgarden W
föstudagur 30. júní
Mjólkurbikar kvenna
19:15 Undanúrslit-
Lengjudeild karla
19:15 Grótta-Selfoss
Vivaldivöllurinn
19:15 Grindavík-Þróttur R.
Stakkavíkurvöllur
19:15 Leiknir R.-Njarðvík
Domusnovavöllurinn
2. deild karla
19:15 Höttur/Huginn-Dalvík/Reynir
Vilhjálmsvöllur
19:15 Víkingur Ó.-Þróttur V.
Ólafsvíkurvöllur
2. deild kvenna
19:15 Álftanes-KH
OnePlus völlurinn
19:15 ÍR-Fjölnir
ÍR-völlur
3. deild karla
19:15 Kormákur/Hvöt-Magni
Blönduósvöllur
19:15 Reynir S.-Ýmir
Brons völlurinn
19:15 Elliði-Víðir
Würth völlurinn
20:00 Hvíti riddarinn-Augnablik
Malbikstöðin að Varmá
4. deild karla
19:15 Árborg-Skallagrímur
JÁVERK-völlurinn
19:15 KÁ-Álftanes
Ásvellir
19:15 KFK-Tindastóll
Fagrilundur - gervigras
20:00 KH-Vængir Júpiters
Valsvöllur
5. deild karla - A-riðill
20:00 Úlfarnir-Reynir H
Framvöllur
Noregur - Toppserien - konur
17:00 Lillestrom W - Valerenga W
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
16:00 Kristianstads W - Vittsjo W
laugardagur 1. júlí
Mjólkurbikar kvenna
14:00 Undanúrslit-
Lengjudeild karla
14:00 ÍA-Þór
Norðurálsvöllurinn
Lengjudeild kvenna
14:00 Afturelding-FHL
Malbikstöðin að Varmá
2. deild karla
13:00 Haukar-Sindri
Ásvellir
14:00 KFA-ÍR
Eskjuvöllur
16:00 KFG-KF
Samsungvöllurinn
16:00 Völsungur-KV
PCC völlurinn Húsavík
2. deild kvenna
16:00 Sindri-ÍH
Jökulfellsvöllurinn
16:00 Völsungur-Haukar
PCC völlurinn Húsavík
5. deild karla - B-riðill
16:00 Samherjar-SR
Hrafnagilsvöllur
Noregur - Toppserien - konur
13:00 Lyn W - Avaldsnes W
13:00 Roa W - Rosenborg W
13:00 Asane W - Stabek W
14:45 Arna-Bjornar W - SK Brann W
sunnudagur 2. júlí
Lengjudeild karla
14:00 Vestri-Ægir
Olísvöllurinn
3. deild karla
14:00 KFS-ÍH
Týsvöllur
5. deild karla - A-riðill
15:00 Hörður Í.-Léttir
Olísvöllurinn
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
11:00 Linkoping W - Uppsala W
13:00 Rosengard W - Norrkoping W
13:00 Kalmar W - Hacken W
13:00 Orebro W - Vaxjo W
mánudagur 3. júlí
Mjólkurbikar karla
19:15 Undanúrslit-
5. deild karla - A-riðill
20:00 KB-Hafnir
Domusnovavöllurinn
20:00 Álafoss-RB
Varmárvöllur
5. deild karla - B-riðill
20:00 KFR-Berserkir/Mídas
SS-völlurinn
20:00 KM-Afríka
Kórinn - Gervigras
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
17:00 Brommapojkarna W - Hammarby W
þriðjudagur 4. júlí
Mjólkurbikar karla
19:15 Undanúrslit-
Besta-deild kvenna
18:00 ÍBV-Stjarnan
Hásteinsvöllur
19:15 FH-Valur
Kaplakrikavöllur
19:15 Keflavík-Þór/KA
HS Orku völlurinn
19:15 Þróttur R.-Selfoss
AVIS völlurinn
19:15 Breiðablik-Tindastóll
Kópavogsvöllur
5. deild karla - A-riðill
20:00 Stokkseyri-Úlfarnir
Stokkseyrarvöllur
5. deild karla - B-riðill
20:00 Smári-Kría
Fagrilundur - gervigras
miðvikudagur 5. júlí
Lengjudeild kvenna
19:15 Grindavík-Fram
Stakkavíkurvöllur
2. deild kvenna
18:00 KH-Sindri
Valsvöllur
18:30 Fjölnir-Smári
Extra völlurinn
19:15 Einherji-Völsungur
Vopnafjarðarvöllur
19:15 ÍA-Álftanes
Norðurálsvöllurinn
20:15 ÍH-Haukar
Skessan
4. deild karla
19:15 Tindastóll-KÁ
Sauðárkróksvöllur
fimmtudagur 6. júlí
Lengjudeild karla
18:00 Þór-Grótta
Þórsvöllur
18:30 Fjölnir-Leiknir R.
Extra völlurinn
19:15 Selfoss-Grindavík
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild kvenna
19:15 Grótta-Víkingur R.
Vivaldivöllurinn
19:15 Afturelding-Fylkir
Malbikstöðin að Varmá
19:15 Augnablik-HK
Kópavogsvöllur
2. deild karla
19:15 Dalvík/Reynir-Völsungur
Dalvíkurvöllur
19:15 Þróttur V.-KFG
Vogaídýfuvöllur
3. deild karla
20:15 ÍH-Hvíti riddarinn
Skessan
4. deild karla
19:15 Vængir Júpiters-Hamar
Fjölnisvöllur - Gervigras
19:15 Uppsveitir-KFK
Probygg völlurinn
19:15 Álftanes-Árborg
OnePlus völlurinn
19:15 Skallagrímur-KH
Skallagrímsvöllur
föstudagur 7. júlí
Besta-deild karla
19:15 Breiðablik-Stjarnan
Kópavogsvöllur
Lengjudeild karla
19:15 ÍA-Njarðvík
Norðurálsvöllurinn
19:15 Ægir-Afturelding
Þorlákshafnarvöllur
2. deild karla
19:15 KV-Víkingur Ó.
KR-völlur
3. deild karla
18:00 Víðir-KFS
Nesfisk-völlurinn
20:00 Ýmir-Elliði
Kórinn
20:00 Árbær-Reynir S.
Fylkisvöllur
5. deild karla - B-riðill
20:00 Afríka-KFR
OnePlus völlurinn
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
16:00 Hacken W - Orebro W
16:00 Rosengard W - Linkoping W
17:00 Hammarby W - Pitea W
laugardagur 8. júlí
Besta-deild karla
16:00 ÍBV-Fram
Hásteinsvöllur
17:00 FH-KA
Kaplakrikavöllur
17:00 Keflavík-Víkingur R.
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
14:00 Breiðablik-Keflavík
Kópavogsvöllur
17:00 Stjarnan-Þróttur R.
Samsungvöllurinn
Lengjudeild karla
14:00 Þróttur R.-Vestri
AVIS völlurinn
Lengjudeild kvenna
14:00 KR-FHL
Meistaravellir
2. deild karla
14:00 ÍR-Höttur/Huginn
ÍR-völlur
14:00 Sindri-KFA
Jökulfellsvöllurinn
16:00 KF-Haukar
Ólafsfjarðarvöllur
3. deild karla
14:00 Augnablik-Kormákur/Hvöt
Fífan
16:00 Magni-Kári
Grenivíkurvöllur
5. deild karla - A-riðill
14:00 Reynir H-KB
Ólafsvíkurvöllur
16:00 Stokkseyri-Hörður Í.
Stokkseyrarvöllur
5. deild karla - B-riðill
14:00 Spyrnir-Smári
Fellavöllur
16:00 Berserkir/Mídas-Samherjar
Víkingsvöllur
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
13:00 Uppsala W - Kristianstads W
sunnudagur 9. júlí
Besta-deild kvenna
14:00 FH-Tindastóll
Kaplakrikavöllur
14:00 Þór/KA-ÍBV
Þórsvöllur
14:00 Selfoss-Valur
JÁVERK-völlurinn
2. deild kvenna
12:00 Sindri-ÍA
Jökulfellsvöllurinn
14:00 KH-Haukar
Valsvöllur
14:00 Einherji-ÍH
Vopnafjarðarvöllur
16:00 Völsungur-ÍR
PCC völlurinn Húsavík
Svíþjóð - Allsvenskan - konur
11:00 Brommapojkarna W - Norrkoping W
11:00 Vittsjo W - Djurgarden W
13:00 Vaxjo W - Kalmar W
mánudagur 10. júlí
Besta-deild karla
19:15 Valur-Fylkir
Origo völlurinn
19:15 HK-KR
Kórinn
2. deild kvenna
19:15 Smári-Álftanes
Fagrilundur - gervigras
5. deild karla - B-riðill
20:00 SR-KM
Þróttheimar
þriðjudagur 11. júlí
5. deild karla - A-riðill
19:00 Úlfarnir-RB
Framvöllur
20:00 Hafnir-Léttir
Nettóhöllin
20:00 Álafoss-KB
Varmárvöllur
5. deild karla - B-riðill
20:00 KFR-Kría
SS-völlurinn
miðvikudagur 12. júlí
Lengjudeild karla
18:00 Vestri-Selfoss
Olísvöllurinn
18:00 Grindavík-Þór
Stakkavíkurvöllur
19:15 Njarðvík-Fjölnir
Rafholtsvöllurinn
19:15 Afturelding-Þróttur R.
Malbikstöðin að Varmá
19:15 Leiknir R.-Ægir
Domusnovavöllurinn
19:15 Grótta-ÍA
Vivaldivöllurinn
4. deild karla
19:15 KÁ-Árborg
Ásvellir
5. deild karla - B-riðill
20:00 Afríka-Berserkir/Mídas
OnePlus völlurinn
fimmtudagur 13. júlí
Lengjudeild kvenna
19:15 Fylkir-KR
Würth völlurinn
2. deild karla
19:15 Haukar-KV
Ásvellir
3. deild karla
19:15 Kári-ÍH
Akraneshöllin
19:15 Reynir S.-Augnablik
Brons völlurinn
20:00 Hvíti riddarinn-Elliði
Malbikstöðin að Varmá
4. deild karla
19:15 Vængir Júpiters-KFK
Fjölnisvöllur - Gervigras
19:15 Álftanes-KH
OnePlus völlurinn
19:15 Skallagrímur-Hamar
Skallagrímsvöllur
föstudagur 14. júlí
2. deild kvenna
19:15 ÍR-ÍH
ÍR-völlur
19:15 Haukar-ÍA
Ásvellir
laugardagur 15. júlí
Besta-deild karla
17:00 Fram-Breiðablik
Framvöllur
2. deild karla
14:00 KFA-Þróttur V.
Eskjuvöllur
14:00 Víkingur Ó.-Höttur/Huginn
Ólafsvíkurvöllur
16:00 Völsungur-ÍR
PCC völlurinn Húsavík
16:00 Sindri-KF
Jökulfellsvöllurinn
16:00 KFG-Dalvík/Reynir
Samsungvöllurinn
2. deild kvenna
14:00 Einherji-KH
Vopnafjarðarvöllur
3. deild karla
14:00 KFS-Ýmir
Týsvöllur
16:00 Árbær-Magni
Fylkisvöllur
17:00 Kormákur/Hvöt-Víðir
Blönduósvöllur
4. deild karla
15:00 Uppsveitir-Tindastóll
Probygg völlurinn
5. deild karla - A-riðill
14:00 Álafoss-Reynir H
Varmárvöllur
15:00 Hörður Í.-Hafnir
Olísvöllurinn
5. deild karla - B-riðill
14:00 Spyrnir-Kría
Fellavöllur
16:00 Samherjar-KFR
Hrafnagilsvöllur
sunnudagur 16. júlí
Besta-deild karla
16:00 ÍBV-Keflavík
Hásteinsvöllur
19:15 KR-FH
Meistaravellir
Lengjudeild karla
14:00 Ægir-Njarðvík
Þorlákshafnarvöllur
14:00 Selfoss-Leiknir R.
JÁVERK-völlurinn
14:00 Grótta-Grindavík
Vivaldivöllurinn
14:00 ÍA-Vestri
Norðurálsvöllurinn
16:00 Þór-Afturelding
Þórsvöllur
2. deild kvenna
16:00 Völsungur-Fjölnir
PCC völlurinn Húsavík
16:00 Sindri-Álftanes
Jökulfellsvöllurinn
mánudagur 17. júlí
Besta-deild karla
19:15 Stjarnan-Valur
Samsungvöllurinn
19:15 Fylkir-HK
Würth völlurinn
Lengjudeild karla
19:15 Þróttur R.-Fjölnir
AVIS völlurinn
5. deild karla - A-riðill
20:00 RB-Stokkseyri
Nettóhöllin
5. deild karla - B-riðill
20:00 SR-Afríka
Þróttheimar
20:00 KM-Berserkir/Mídas
Kórinn - Gervigras
þriðjudagur 18. júlí
5. deild karla - A-riðill
20:00 KB-Úlfarnir
Domusnovavöllurinn
miðvikudagur 19. júlí
5. deild karla - A-riðill
20:00 Álafoss-Léttir
Varmárvöllur
Bikarkeppni neðri deilda
19:15 16-liða úrslit-
fimmtudagur 20. júlí
Lengjudeild karla
19:15 Leiknir R.-Þróttur R.
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild kvenna
19:15 Afturelding-Grótta
Malbikstöðin að Varmá
19:15 Augnablik-Víkingur R.
Kópavogsvöllur
19:15 Fram-HK
Framvöllur
2. deild kvenna
19:15 Álftanes-Haukar
OnePlus völlurinn
19:15 ÍH-Fjölnir
Skessan
19:15 KH-ÍR
Valsvöllur
föstudagur 21. júlí
Besta-deild kvenna
18:00 Þróttur R.-ÍBV
AVIS völlurinn
19:15 Breiðablik-Þór/KA
Kópavogsvöllur
19:15 Keflavík-FH
HS Orku völlurinn
19:15 Valur-Stjarnan
Origo völlurinn
19:15 Tindastóll-Selfoss
Sauðárkróksvöllur
Lengjudeild karla
18:30 Fjölnir-Ægir
Extra völlurinn
19:15 Grindavík-ÍA
Stakkavíkurvöllur
19:15 Njarðvík-Grótta
Rafholtsvöllurinn
19:15 Afturelding-Selfoss
Malbikstöðin að Varmá
4. deild karla
19:15 KFK-Skallagrímur
Fagrilundur - gervigras
5. deild karla - B-riðill
20:00 KM-Spyrnir
Kórinn - Gervigras
laugardagur 22. júlí
Besta-deild karla
17:00 Breiðablik-ÍBV
Kópavogsvöllur
Lengjudeild karla
14:00 Vestri-Þór
Olísvöllurinn
Lengjudeild kvenna
14:00 FHL-Grindavík
Fjarðabyggðarhöllin
2. deild karla
16:00 KF-KFA
Ólafsfjarðarvöllur
2. deild kvenna
14:00 Smári-Sindri
Fagrilundur - gervigras
14:00 Einherji-ÍA
Vopnafjarðarvöllur
4. deild karla
14:00 Hamar-Álftanes
Grýluvöllur
14:00 Uppsveitir-KÁ
Probygg völlurinn
14:00 KH-Árborg
Valsvöllur
15:00 Tindastóll-Vængir Júpiters
Sauðárkróksvöllur
5. deild karla - A-riðill
14:00 Reynir H-Hafnir
Ólafsvíkurvöllur
16:00 RB-Hörður Í.
Nettóhöllin
5. deild karla - B-riðill
16:00 Samherjar-Kría
Hrafnagilsvöllur
sunnudagur 23. júlí
Besta-deild karla
17:00 Keflavík-KA
HS Orku völlurinn
19:15 KR-Víkingur R.
Meistaravellir
2. deild karla
14:00 KV-KFG
KR-völlur
14:00 ÍR-Sindri
ÍR-völlur
17:00 Dalvík/Reynir-Víkingur Ó.
Dalvíkurvöllur
3. deild karla
13:00 Elliði-KFS
Würth völlurinn
14:00 Hvíti riddarinn-Víðir
Malbikstöðin að Varmá
14:00 Kormákur/Hvöt-ÍH
Blönduósvöllur
14:00 Ýmir-Árbær
Kórinn
14:00 Augnablik-Kári
Fífan
16:00 Magni-Reynir S.
Grenivíkurvöllur
5. deild karla - B-riðill
14:00 SR-Spyrnir
Þróttheimar
mánudagur 24. júlí
Besta-deild karla
19:15 Valur-Fram
Origo völlurinn
19:15 HK-Stjarnan
Kórinn
19:15 FH-Fylkir
Kaplakrikavöllur
2. deild karla
19:15 Höttur/Huginn-Völsungur
Vilhjálmsvöllur
19:15 Þróttur V.-Haukar
Vogaídýfuvöllur
5. deild karla - B-riðill
20:00 Berserkir/Mídas-Smári
Víkingsvöllur
þriðjudagur 25. júlí
5. deild karla - A-riðill
19:00 Úlfarnir-Léttir
Framvöllur
20:00 Stokkseyri-KB
Stokkseyrarvöllur
5. deild karla - B-riðill
20:00 KFR-KM
SS-völlurinn
miðvikudagur 26. júlí
Besta-deild kvenna
18:00 ÍBV-Valur
Hásteinsvöllur
19:15 FH-Breiðablik
Kaplakrikavöllur
19:15 Stjarnan-Tindastóll
Samsungvöllurinn
19:15 Þór/KA-Þróttur R.
Þórsvöllur
19:15 Selfoss-Keflavík
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild kvenna
19:15 Grindavík-Fylkir
Stakkavíkurvöllur
5. deild karla - A-riðill
20:00 Álafoss-Hafnir
Varmárvöllur
5. deild karla - B-riðill
20:00 Afríka-Kría
OnePlus völlurinn
fimmtudagur 27. júlí
Lengjudeild karla
18:30 Fjölnir-Selfoss
Extra völlurinn
19:15 Njarðvík-Grindavík
Rafholtsvöllurinn
19:15 Ægir-Þróttur R.
Þorlákshafnarvöllur
Lengjudeild kvenna
19:15 Víkingur R.-Fram
Víkingsvöllur
19:15 Afturelding-KR
Malbikstöðin að Varmá
19:15 Augnablik-Grótta
Kópavogsvöllur
2. deild kvenna
19:15 ÍR-ÍA
ÍR-völlur
3. deild karla
19:15 Kári-Elliði
Akraneshöllin
20:00 Hvíti riddarinn-Ýmir
Malbikstöðin að Varmá
4. deild karla
19:15 Árborg-Hamar
JÁVERK-völlurinn
19:15 KÁ-KH
Ásvellir
19:15 Álftanes-KFK
OnePlus völlurinn
19:15 Uppsveitir-Vængir Júpiters
Probygg völlurinn
föstudagur 28. júlí
Lengjudeild karla
18:00 Leiknir R.-Þór
Domusnovavöllurinn
19:15 Afturelding-ÍA
Malbikstöðin að Varmá
2. deild kvenna
18:30 Fjölnir-KH
Extra völlurinn
19:15 Völsungur-Smári
PCC völlurinn Húsavík
3. deild karla
19:15 Reynir S.-Víðir
Brons völlurinn
20:00 Árbær-ÍH
Fylkisvöllur
4. deild karla
19:15 Skallagrímur-Tindastóll
Skallagrímsvöllur
5. deild karla - A-riðill
20:00 RB-Reynir H
Nettóhöllin
laugardagur 29. júlí
Lengjudeild karla
14:00 Vestri-Grótta
Olísvöllurinn
Lengjudeild kvenna
14:00 HK-FHL
Kórinn
2. deild karla
14:00 Þróttur V.-Sindri
Vogaídýfuvöllur
14:00 Höttur/Huginn-KFG
Vilhjálmsvöllur
14:00 KV-KFA
KR-völlur
16:00 ÍR-KF
ÍR-völlur
16:00 Völsungur-Víkingur Ó.
PCC völlurinn Húsavík
16:00 Dalvík/Reynir-Haukar
Dalvíkurvöllur
2. deild kvenna
13:00 Haukar-Sindri
Ásvellir
3. deild karla
15:30 Kormákur/Hvöt-KFS
Hvammstangavöllur
16:00 Magni-Augnablik
Grenivíkurvöllur
5. deild karla - B-riðill
14:00 Smári-KFR
Fagrilundur - gervigras
17:00 KM-Samherjar
Kórinn - Gervigras
sunnudagur 30. júlí
Besta-deild karla
16:00 KA-HK
Greifavöllurinn
17:00 Víkingur R.-ÍBV
Víkingsvöllur
19:15 Breiðablik-Fylkir
Kópavogsvöllur
2. deild kvenna
14:00 Einherji-Smári
Vopnafjarðarvöllur
5. deild karla - A-riðill
15:00 Hörður Í.-Álafoss
Skeiðisvöllur
5. deild karla - B-riðill
14:00 Spyrnir-Berserkir/Mídas
Fellavöllur
mánudagur 31. júlí
Besta-deild karla
19:15 KR-Valur
Meistaravellir
19:15 Stjarnan-Fram
Samsungvöllurinn
19:15 Keflavík-FH
HS Orku völlurinn
5. deild karla - A-riðill
20:00 Léttir-Stokkseyri
ÍR-völlur
20:00 Hafnir-Úlfarnir
Nettóhöllin
5. deild karla - B-riðill
20:00 Kría-SR
Vivaldivöllurinn