Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 15. febrúar 2017 17:32
Elvar Geir Magnússon
Hörður Björgvin hefur fundað með stjóranum
Hörður Björgvin á æfingu með íslenska landsliðinu.
Hörður Björgvin á æfingu með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er skyndilega dottinn út í kuldann hjá Bristol City í ensku Championship-deildinni og hefur verið skilinn eftir utan hóps í síðustu leikjum.

„Þetta er fljótt að breytast og ég get ekki sagt hvað gerðist. Ég veit ekki sjálfur af hverju ég er dottinn út úr liðinu og hópnum. Þetta kom mér á óvart. Ég var búinn að spila alla leikina í fyrri hluta tímabilsins. Maður þarf bara að halda áfram og standa sig á æfingum," sagði Hörður við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu.

„Ég hef farið á fundi með honum og fer á annan fund með honum á föstudaginn. Ég ætla að spyrja að því hvað ég þurfi að bæta. Þegar ég var ekki í hópnum þrjá leiki í röð ákvað ég að fá að tala við hann og fá ástæðuna. Ég fékk ekki miklar skýringar en það eru bara aðrir menn að spila í mínum stöðum og hann talaði um að þá vildi hann frekar hafa miðju- eða sóknarmenn á bekknum."

„Ég virði ákvörðun þjálfarans en vonandi fæ ég tækifæri á ný og mun þá ná að halda sæti mínu."

Stuðningsmenn Bristol City hafa lýst yfir stuðningi við Hörð á samskiptamiðlum og furða sig margir á því að hann hafi farið út í kuldann.

„Ég er mjög ánægður og stoltur af því að stuðningsmennirnir standa með mér og ýta við klúbbnum og þjálfaranum frá öðru sjónarhorni. Ég hef traust frá stuðningsmönnum og það er rosalega gott að hafa þá bak við sig," sagði Hörður við Akraborgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner