Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 09. ágúst 2017 12:51
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins rekinn frá Lokeren (Staðfest)
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Getty Images
Belgíska félagið Lokeren hefur rekið Rúnar Kristinsson úr starfi þjálfara. Óvíst er hvort Arnar Þór Viðarsson haldi áfram störfum hjá Lokeren en hann hefur verið aðstoðarþjálfari hjá félaginu.

Tímasetningin er áhugaverð en einungis tveir leikir eru búnir í belgísku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Lokeren tapaði þar 4-0 gegn Club Brugge á heimavelli og 1-0 gegn Kortrijk á útivelli.

Rúnar tók við Lokeren í október í fyrra en liðið endaði í 11. sæti af 16 liðum í deildinni á síðasta tímabili. Hinn 47 ára gamli Rúnar spilaði með Lokeren frá 2000 til 2007. Rúnar þjálfaði síðan KR og Lilleström áður en hann tók við Lokeren í fyrra.

Peter Maes tekur við Lokeren af Rúnari. Maes stýrði Lokeren frá 2010 til 2015 og þekkir vel til hjá félaginu.

Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason spilar með Lokeren sem og enski framherjinn Gary Martin en hann lék lengi í Pepsi-deildinni.

Uppfært 14:28: Arnar Þór hefur ekki verið rekinn úr starfi. Ákvörðun verður tekin um framhald hans í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner