Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   þri 20. mars 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Sam Allardyce: Landsliðið frábærlega skipulagt hjá Heimi
88 dagar í fyrsta leik Íslands á HM
Icelandair
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
„Ég vil hrósa Íslendingum gríðarlega mikið fyrir þann fjölda fótboltamanna sem þjóðin býr til," sagði Sam Allardyce, stjóri Everton, í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Sam er í dag stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton en á sínum tíma spiluðu Guðni Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen undir stjórn hans hjá Bolton. Sam segir magnað að sjá hvað margir öflugir leikmenn hafa komið frá Íslandi í gegnum tíðina.

„Allir á Íslandi ættu að vera mjög stoltir af þvo að búa til svona marga hæfileikaríka leikmenn sem spila í Evrópu sem og að komast á HM á þessu ári," sagði Sam við Fótbolta.net.

Sam hefur líkt og margir aðrir hrifist af árangri íslenska landsliðsins undanfarin ár og hann hrósar Heimi Hallgrímssyni sérstaklega fyrir hans þátt.

„Liðið hefur verið frábærlega skipulagt hjá þjálfaranum (Heimi Hallgrímssyni). Hann hefur leyft hæfileikunum í liðinu að njóta sín og ekki látið veikleikana koma í ljós. Leikmenn styðja hvorn annan og andrúmsloftið í liðinu er frábært sem hjálpar þeim þegar liðið spilar gegn öðrum liðum sem eru hæfileikaríkari. Liðsandinn og ástríðan er mikil hjá öllum leikmönnum og þjálfurum íslenska landsliðsins."

Sam segir að gengi Íslands á HM í sumar velti mikið á fyrsta leiknum gegn Argentínu í Moskvu þann 16. júní.

„Þetta veltur á því hvernig liðið byrjar. Þetta veltur mikið á fyrsta leiknum og hvernig úrslitin verða þar. Það gefur mikla vísbendingu því það skiptir ekki máli hverjum þú mætir á HM, það er erfitt að ná sigri í öllum leikjum," sagði Sam að lokum.

Sjá einnig:
Sam Allardyce í einkaviðtali um Gylfa
Athugasemdir
banner
banner