Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
   fim 08. mars 2018 13:40
Magnús Már Einarsson
Sam Allardyce í einkaviðtali um Gylfa
Icelandair
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Gylfi fagnar marki gegn Liverpool.
Gylfi fagnar marki gegn Liverpool.
Mynd: GettyImages
„Þetta voru mjög erfiðir tímar í byrjun tímabils en síðan ég kom hingað þá hafa hefur hann bætt frammistöðuna eftir því sem mér er sagt," sagði Sam Allardyce, stjóri Everton, í einkaviðtali við Fótbolta.net í vikunni aðspurður út í frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar á tímabilinu.

Gylfi Þór varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton þegar hann kom til félagsins frá Swansea á 45 milljónir punda í fyrrasumar. Eftir erfiða byrjun var Ronald Koeman rekinn frá Everton og Allardyce tók við liðinu í lok nóvember. Gylfi komst þá á betra skrið líkt og lið Everton en fimm af sjö mörkum hans á tímabilinu hafa komið eftir að Sam tók við.

„Kaupin á Gylfa voru þau stærstu hjá okkur síðustu sumar og það jók pressuna á honum að standa sig. Hann þurfti að takast á við það andlega og ég tel að hann sé búinn að ná því núna," sagði Sam.

„Hann hefur skorað mjög mikilvæg mörk undanfarið og það er það sem við þurfum frá honum, að hann haldi áfram að skora og leggja upp mörk. Því fleiri mörk sem hann skorar því betri möguleika eigum við á að ná í þrjú stig."

Allir vilja spila í tíunni
Gylfi lýsti því yfir í viðtali á Fótbolta.net í vikunni að hann vilji helst spila á miðjunni en í vetur hefur hann mest spilað á vinstri kantinum hjá Eveton.

„Við erum með nokkrar „tíur" þar sem þeir vilja allir spila. Við þurfum að breyta liðinu af og til. Þetta snýst um framistöðuna að mínu mati. Margir leikmenn hafa spilað undir þeirri getu sem ég býst við og þeir búast við af sjálfum sér. Þess vegna hef ég þurft að gera of margar breytingar á liðinu."

„Gylfi segist hafa spilað mikið vinstra megin með íslenska landsliðinu sem og á miðjunni, í stöðu númer tíu eða sem framliggjandi miðjumaður. Við viljum hafa hann ofarlega á vellinum til að hann geti nýtt hæfileika sína í að skapa stoðsendingar og skora mörk."


Vill meira úr föstu leikatriðunum
Föstu leikatriðin hafa ekki skilað miklu hjá Everton á þessu tímabili en á síðasta tímabili lagði Gylfi upp ófá mörk með Swansea með horn og aukaspyrnum.

„Það hafa verið vonbrigði að föstu leikatriðin hafa ekki skapað eins mikið og við erum vanir að sjá frá honum. Vonandi bætist það við leik hans út tímabilið," sagði Sam.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Sam.
Athugasemdir
banner
banner
banner