Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
banner
   sun 16. september 2018 16:48
Magnús Þór Jónsson
Óli Kristjáns: Evrópusæti hefur ekki áhrif á framtíðarplön okkar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var svekktur Ólafur Kristjánsson sem kom í viðtal eftir 1-1 jafntefli í Vikinni í dag.

"Stigið var fúlt, við þurftum að fá þrjú og við þurfum að fá eins oft þrjú stig og hægt er.  Við lékum bara ekki nógu vel í dag til þess að fá öll stigin.  Það kom ekki kraftur í okkur í dag fyrr en þeir skoruðu. Þessi leikur endurspeglar svolítið sumarið hjá okkur.  Við erum kraftlausir en setjum svo aðeins í gírinn."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 FH

FH fengu 2 rauð spjöld á sig í dag fyrir atvik annað en leikbrot.

"Það eru tveir leikmenn, annar utan vallar, sem fá rautt spjald fyrir háan púls.  Í tilviki Lennon sagði hann "it's a f***ing joke" en dómarinn hafi skilið það sem "you are a f***ing joke", það er verið að segja á íslenskunni að þetta sé grín og þetta mistúlkaðist þannig að dómarinn taldi það eiga við um sig.  Þetta er stór ákvörðun að taka en það sem við getum gert er að spila eins og prúðir menn og missa ekki út úr okkur ljót orð þegar við erum að spila knattspyrnu."

Úrslit dagsins þýða að KR er nú komið aftur fram úr FH að stigum í baráttunni um Evrópusætið.  Mun það hafa áhrif á framtíðarplön FH hvort það sæti næst eða ekki?

"Nei. Við munum halda okkar plönum óháð því".

Nánar er rætt við Óla í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner