Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. janúar 2020 15:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish vissi að markið yrði dæmt af: Risastór sigur
Jack Grealish ánægður með sigurinn.
Jack Grealish ánægður með sigurinn.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish og liðsfélagar hans í Aston Villa fara sáttir heim frá Burnley eftir 2-1 sigur þar í ensku úrvalsdeildinni í dag, nýársdag.

Mark var dæmt af Aston Villa í byrjun leiks - mjög tæpt - en þrátt fyrir það náði Villa að knýja fram sigur.

„Þetta er risastór sigur. Við höfðum bara unnið einn útileik á tímabilinu fyrir þennan leik. Við komum á einn erfiðasta útivöll deildarinnar og unnum sanngjarnan og mikilvægan sigur," sagði Grealish.

„Ég vissi að markið yrði dæmt af eftir margar þær ákvarðanir sem hafa verið teknar síðustu tvær vikur. Þegar þú skorar þá færðu þá tilfinningu að markið verið dæmt af. Ég vildi ólmur skora aftur eftir að það var dæmt af, og sem betur fer gerði ég það."

„Ég er 50/50 á VAR. Stundum er það gott, stundum er það slæmt. Ef þú ert rangstæður, þá ertu rangstæður."

Aston Villa er komið upp úr fallsæti eftir þennan sigur, liðið er í 16. sæti núna.
Athugasemdir
banner
banner