Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 01. september 2022 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
PSG kaupir besta leikmann Valencia (Staðfest)
Mynd: EPA

Nú er Valencia búið að missa tvo bestu leikmenn sína í sumarglugganum eftir að Paris Saint-Germain staðfesti komu Carlos Soler til félagisns. Goncalo Guedes fór til Wolves fyrr í sumar.


Soler er 25 ára miðjumaður sem átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Valencia. Félagið neyddist því til að selja hann þegar PSG bauð 22 milljónir evra, sama kaupverð og félagið greiddi fyrir Fabian Ruiz hjá Napoli. Gríðarlega vel sloppið hjá félaginu.

Franska stórveldið ætlar sér stóra hluti á tímabilinu. Vitinha og Renato Sanches voru einnig keyptir á miðjuna í sumar og ganga þar til liðs við Marco Verratti og Danilo Pereira.

PSG er búið að losna við Idrissa Gana Gueye, Leandro Paredes, Georginio Wijnaldum og Ander Herrera af miðjunni sinni í sumarglugganum.


Athugasemdir
banner
banner
banner