Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 01. nóvember 2020 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Napoli tapaði á heimavelli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveimur eftirvæntustu leikjum dagsins og jafnvel helgarinnar í ítalska boltanum var að ljúka rétt í þessu.

Roma hafði betur gegn Fiorentina og skoraði vængbakvörðurinn Leonardo Spinazzola snemma leiks eftir góða sendingu upp völlinn frá markverði Rómverja, Antonio Mirante.

Roma sýndi yfirburði í leiknum og gaf ekki færi á sér. Gestirnir frá Flórens virkuðu hugmyndasnauðir gegn yfirveguðum heimamönnum.

Pedro tvöfaldaði forystuna á 70. mínútu eftir góða sendingu frá Henrikh Mkhitaryan og var Edin Dzeko nálægt því að bæta þriðja markinu við á lokamínútunum, skömmu eftir að hafa orðið fyrir ljótri tæklingu af hendi Lucas Martinez Quarta sem fékk beint rautt spjald fyrir.

Roma er komið með ellefu stig eftir sex umferðir. Fiorentina er með sjö stig.

Roma 2 - 0 Fiorentina
1-0 Leonardo Spinazzola ('12)
2-0 Pedro ('70)
Rautt spjald: Martinez Quarta, Fiorentina ('89)

Í Napolí tóku lærisveinar Rino Gattuso á móti léttleikandi sóknarliði Sassuolo, sem var þó án þriggja lykilmanna í sóknarlínunni.

Domenico Berardi, Filip Djuricic og Francesco Caputo eru allir meiddir. Caputo og Berardi eru að glíma við meiðsli á hæl á meðan Djuricic lenti í vöðvameiðslum.

Sassuolo er lið sem skorar mikið og fær mikið af mörkum á sig en í dag var lögð aukaleg áhersla á vörnina, sem skilaði sér með fræknum sigri.

Heimamenn í liði Napoli voru betri stærstan hluta leiksins en staðan var markalaus þar til Manuel Locatelli, miðjumaður Sassuolo, skoraði úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik.

Napoli jók sóknarþungann í kjölfarið og var leikurinn afar spennandi, allt þar til í uppbótartíma þegar Maxime Lopez innsiglaði sigurinn með marki eftir skyndisókn.

Sigurinn fleytir Sassuolo upp í 2. sæti í Serie A, þar sem liðið er aðeins tveimur stigum eftir toppliði AC Milan. Napoli er í fimmta sæti, þremur stigum eftir Sassuolo.

Napoli 0 - 2 Sassuolo
0-1 Manuel Locatelli ('58, víti)
0-2 Maxime Lopez ('95)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 35 28 5 2 81 19 +62 89
2 Milan 35 21 8 6 67 42 +25 71
3 Juventus 35 18 12 5 48 27 +21 66
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Atalanta 34 18 6 10 63 38 +25 60
6 Roma 35 17 9 9 62 42 +20 60
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Napoli 35 13 12 10 53 44 +9 51
9 Fiorentina 34 14 8 12 51 39 +12 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 35 10 13 12 41 43 -2 43
13 Lecce 35 8 13 14 32 50 -18 37
14 Verona 35 8 10 17 33 46 -13 34
15 Cagliari 35 7 12 16 37 60 -23 33
16 Frosinone 35 7 11 17 43 63 -20 32
17 Empoli 35 8 8 19 26 50 -24 32
18 Udinese 35 4 18 13 33 52 -19 30
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 35 2 9 24 27 75 -48 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner