Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júní 2022 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þórir Jóhann með sitt fyrsta landsliðsmark
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er kominn hálfleikur í leiks Ísrael og Íslands í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Ísrael 2 -  2 Ísland

Staðan er jöfn, 1-1. Ísrael komst yfir eftir heldur til klaufalegan varnarleik hjá okkar mönnum.

En við jöfnuðum og var það miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason sem gerði markið. Hans fyrsta mark fyrir A-landsliðið.

„JÁJÁJÁ VIÐ ERUM AÐ JAFNA!!!! Jón Dagur fær boltann út til vinstri og tekur við honum og setur boltann inn á hættusvæðið og Ofir Marciano missir boltann til Þóris Jóhanns sem setur boltann í netið," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

Þórir er í kvöld að spila sinn áttunda A-landsleik.

Þórir Jóhann hefur verið að koma sterkur inn í landsliðið upp í síðkastið. Hann er uppalinn í Haukum og lék hann fyrir FH áður en hann hélt erlendis til Ítalíu í fyrra. Á tímabilinu sem var að klárast spilaði hann nokkuð stórt hlutverk í liði Lecce sem vann sér þáttökurétt í ítölsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner