Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. september 2021 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Tap gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli
Icelandair
Íslenska liðið tapaði fyrir Rúmenum í kvöld
Íslenska liðið tapaði fyrir Rúmenum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 0 - 2 Rúmenía
0-1 Dennis Man ('46 )
0-2 Nicolae Stanciu ('83 )
Lestu um leikinn

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Rúmenía

Íslenska karlalandsliðið tapaði í kvöld fyrir Rúmeníu, 2-0, á Laugardalsvelli er þjóðirnar áttust við í undankeppni HM.

Það var strax hætta á 4. mínútu leiksins. Rúnar Alex Rúnarsson hljóp úr marki Íslands og hreinsaði í innkast. Rúmenar voru fljótir að taka innkastið og áttu skot en það fór ofan á markið.

Viðar Örn Kjartansson fékk frábært tækifæri til að koma íslenska liðinu yfir á 15. mínútu. Birkir Már Sævarsson átti fyrirgjöf og var Viðar einn inn í teig en markvörður Rúmena varði vel.

Birkir Bjarnason fékk dauðafæri á 29. mínútu þegar Albert Guðmundsson skallaði boltann aftur fyrir sig á Birki en hann hitti boltann illa.

Staðan markalaus í hálfleik og íslenska liðið heilt yfir að spila ágætan leik en í upphafi þess síðari komust Rúmenar yfir með marki frá Dennis Man. Þeir fengu að leika sér með boltann fyrir utan, keyrðu inn í teig og reyndu sendingu inn í teiginn en boltinn fór af Brynjari Inga Bjarnasyni, á fjærstöngina og þar var Man mættur til að koma boltanum í netið.

Rúmenar komu boltanum aftur í netið á 70. mínútu en markið var dæmt af vegna brots í teignum.

Birkir Bjarna fékk annað frábært færi til að skora á 76. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson, sem kom inná sem varamaður, átti fyrirgjöf frá vinstri. Albert steig yfir boltann og lét hann fara á Birki sem skaut framhjá.

Nicolae Stanciu gerði út um leikinn á 83. mínútu eftir hraða skyndisókn. Ianis Hagi átti stungusendingu inn fyrir á Stanciu og kláraði hann færið snyrtilega framhjá Rúnari. Rothögg fyrir íslenska liðið.

Lokatölur 2-0 fyrir Rúmeníu. Ísland er í fimmta sæti riðilsins með 3 stig eftir fjóra leiki. Armenía er í efsta sæti með 10 stig og Þýskaland í öðru sæti með 9 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner