Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 02. september 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Batshuayi til Fenerbahce (Staðfest)
Michy Batshuayi.
Michy Batshuayi.
Mynd: Fenerbahce
Michy Batshuayi var á leið til Nottingham Forest í gær en ekki tókst að skila inn öllum gögnum í tæka tíð og því gengu skiptin ekki í gegn.

Batshuayi verður þó ekki áfram hjá Chelsea því tyrkneska félagið Fenerbahce tilkynnti í dag að belgíski sóknarmaðurinn væri kominn til félagsins. Glugginn er opinn lengur í Tyrklandi.

Batshuayi er 28 ára og hefur skorað 25 mörk í 45 landsleikjum fyrir Belgíu. Hann lék í Tyrklandi á síðasta tímabili en þá var hann lánaður til Besiktas.

Hann hefur verið samningsbundinn Chelsea frá 2016 en farið á lán til Dortmund, Valencia, Crystal Palace og Besiktas.

Fenerbahce er með fjögur stig eftir sjö umferðir í tyrknesku deildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner