Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 02. október 2021 17:24
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Þetta var bara púra víti
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra var svekktur en ánægður með sína menn eftir 0-3 tap gegn Víkingum í undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag.

Jón kom í viðtal eftir leik og hafði þetta að segja um sína eigin líðan og gang leiksins.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  3 Víkingur R.

„Ég eiginlega veit það ekki (hvernig honum líður) maður er auðvitað bara svekktur, stoltur og ánægður með liðið, stoltur og ánægður með fólkið í kringum liðið. Það var náttúrulega bara frábær stuðningur hérna í dag og að mörgu leiti fannst mér frammistaða liðsins fín. Auðvitað kannski náðum við ekki að skapa okkur nægilega mörg færi til þess að komast aftur inn í leikinn eða koma til baka í þessum leik. Mér fannst byrjunin hjá okkur vera ofboðslea sterk, fyrstu 20 mínúturnar virkilega öflugar hjá okkur þar sem við spiluðum fínan fótbolta og komum okkur í ágætis stöður þar sem að við sáum allavega mjög vel atvikið hérna með Pétur inn í vítateig. Mér fannst hann þar seta boltann í gegnum klofið á varnarmanninum og í því setur hann hnéð út. Fyrir mér var þetta „púra" vítaspyrna í aðdraganda fyrsta marksins, Víkingarnir fara upp og setja fyrsta markið sitt þar. Ég hafði mjög góða tilfinningu fyrir þessu í hálfleiknum að fara inn í hálfleik 1-0 undir þá fannst mér við geta komið til baka í þessum leik og ég var eiginlega sannfærður um það en síðan kemur þetta annað mark og það eiginlega drepur okkur."

Það voru 2 köll frá stuðningsmönnum eftir Víti ert þú alveg á sömu nótum og stuðningsmenn?

„Já ég er eiginlega alveg sannfærður um það að í aðdraganda fyrsta marksins að það er bara „púra" víti. Það er alveg klárt mál, hann setur hnéð út varnarnmaðurinn þegar Pétur er að fara framhjá honum „púra" víti fyrir mér og Nikolaj sagði mér að í fyrra vítaspyrnu atvikinu að þá er hann sparkaður niður. Ég sá það ekki jafn vel og hjá Pétri þannig ég hef ekki séð það í sjónvarpinu en hann fullyrti það að það hefði verið „púra" víti líka."

Er komið eitthvað á ljóst hver staða þín verður næsta sumar?

„Nei í raun og veru ekki, eins og ég sagði áðan þá vonast ég til að geta verið áfram og þróa þetta og við setjumst bara niður og reynum að klára það en það eru örfá atriði sem þurfa að smella svo það sé hægt að ganga frá því en ég er bjartsýnn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Jón nánar um stefnu Vestra á næsta tímabili og veðuraðstæður í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner