Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 03. febrúar 2016 11:29
Elvar Geir Magnússon
Vidal var í flöskunni í æfingabúðum í Katar
Vidal finnst sopinn góður.
Vidal finnst sopinn góður.
Mynd: Getty Images
Síleski miðjumaðurinn Arturo Vidal hjá Bayern München hefur oft á tíðum lent í vandræðum utan vallar og nú er hann kominn í vesen hjá Þýskalandsmeisturunum.

Bæjarar voru nýlega í æfingaferð í Katar en samkvæmt íþróttasíðum Bild var Vidal duglegur að fara á barinn. Oftar en einu sinni yfirgaf hann hótel liðsins að kvöldi til og mætti aftur undir áhrifum áfengis.

Í fyrra lenti Vidal í árekstri þegar hann keyrði bíl undir áhrifum áfengis meðan Suður-Ameríku bikarinn fór fram. Margir kölluðu eftir því að Vidal yrði rekinn úr landsliðshóp Síle en það var ekki gert. Síle vann mótið og atvikið gleymdist.

Í október 2014, þegar Vidal lék með Juventus, var hann myndaður í slagsmálum fyrir utan næturklúbb í Tórínó klukkan 5 um morguninn. Nokkrum klukkustundum síðar var æfing hjá Juventus en Vidal mætti of sent.

Pep Guardiola, þjálfari Bayern, er allt annað en sáttur við hegðun Vidal og telur auk þess að hann sé alls ekki í viðunandi líkamlegu standi. Vidal fundaði með umboðsmanni sínum lengi í gær og fróðlegt að sjá hvert framhaldið verður á þessu máli.

Bayern er með átta stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en Bayern fékk Vidal síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner