Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 03. mars 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Gætu leikið fyrir luktum dyrum í enska boltanum
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin er að ræða um áætlanir um að spila leiki bak við luktar dyr ef útbreiðsla kórónaveirunnar verður til þess að fjöldasamkomur verða bannaðar.

Enska deildin mun fara eftir skipunum ríkisstjórnarinnar og mun ekki taka neina ákvörðun strax. Það eru þó viðræður í gangi svo að tímabilið geti verið klárað.

Svo gæti farið að einhverjir leikir fari fram án áhorfenda.

Ítalía er það Evrópuland sem hefur mest fengið að kenna á veirunni en sex leikjum var frestað um síðustu helgi.

England á framundan vináttulandsleik við Ítalíu þann 27. mars á Wembley. Miðað við núverandi ástand er áætlað að sá leikur muni fara fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner