Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. september 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Gunnhildur Yrsa: Ég þegi ekki lengur
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur gagnrýnt Andy Carroll, viðskiptastjóra Utah Royals, harðlega eftir umræðu sem hefur verið í gangi í Bandaríkjunum. Gunnhildur er á mála hjá Utah Royals en hún er í dag í láni hjá Val.

Roscoe Myrick, fyrrum liðsljósmyndari hjá félaginu, segir að Carroll hafi beðið um að leikmenn myndu stilla sér þannig upp fyrir myndatöku að þær væru „sexý". Starfsliðið neitaði að mynda leikmennina á þann hátt, en annar starfsmaður staðfestir þessa frásögn.

Í grein RSL Soapbox segir að Carroll hafi þá einnig viljað að aðeins myndir af Christen Press, Amy Rodriguez og Kelley O’Hara yrðu notaðar á auglýsingaskiltum. Honum fannst þær sætastar í liðinu og hann hafi ekki viljað leikmenn eins og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Becky Sauerbrunn á auglýsingaskiltum.

Gunnhildur Yrsa lét í sér heyra á Twitter í dag þar sem hún gagnrýnir ummælin.

„Þessi ummæli eru ógeðslega og þar sem ég var nefnd persónulega þá segi...Nóg komið. Dagar þar sem konur eru dæmdar út frá útliti eru BÚNIR. Ég þegi ekki lengur," sagði Gunnhildur Yrsa.

Sjá einnig:
Vildi bara setja leikmenn sem honum þótti aðlaðandi á auglýsingaskilti


Athugasemdir
banner
banner