Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 02. september 2020 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vildi bara setja leikmenn sem honum þótti aðlaðandi á auglýsingaskilti
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dell Loy Hansen í rauða bolnum.
Dell Loy Hansen í rauða bolnum.
Mynd: Getty Images
Dell Loy Hansen, eigandi Real Salt Lake og Utah Royals, er ekki vinsælasti maðurinn í fótboltanum í Bandaríkjunum þessa stundina.

Hann var ósáttur við það að leikmenn Real Salt Lake völdu að spila ekki leik gegn LAFC til að mótmæla kynþáttafordómum og lögregluofbeldi gagnvart svörtu fólki. Hann lét leikmenn heyra það í viðtali á fimmtudegi og eftir helgina var hann búinn að samþykkja að selja bæði félög sín.

Eftir að hann lét ummæli sín flakka stigu margir starfsmenn félaganna fram og vörpuðu á ljósi á andstyggilega hegðun Hansen og Andy Carroll, viðskiptastjóra félagana.

Andrúmsloftið í kringum félagið er sagt hræðilegt og eru ásakanir um kynþáttafordóma og kynjamismunun hjá félaginu.

Roscoe Myrick, fyrrum liðsljósmyndari hjá félaginu, segir að Carroll hafi beðið um að leikmenn myndu stilla sér þannig upp fyrir myndatöku að þær væru „sexý". Starfsliðið neitaði að mynda leikmennina á þann hátt, en annar starfsmaður staðfestir þessa frásögn.

Í grein RSL Soapbox segir að Carroll hafi þá einnig viljað að aðeins myndir af Christen Press, Amy Rodriguez og Kelley O’Hara yrðu notaðar á auglýsingaskiltum. Honum fannst þær sætastar í liðinu og hann hafi ekki viljað leikmenn eins og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Becky Sauerbrunn á auglýsingaskiltum.

Þegar markvörðurinn Nicole Barnhart jafnaði met yfir að halda oftast hreinu á einu tímabili í efstu deild í Bandaríkjunum, þá voru meðlimir í fjölmiðlateyminu hvattir til að deila því ekki of mikið því Carroll fannst hún ekki nægilega aðlaðandi.

Utah Royals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en í henni segir: „Félagið líður ekki tungumál eða hegðun sem er fordómafull eða mismunar konum."

Greinina má lesa í heild sinni hérna en þar kemur einnig fram að Carroll og Hansen hafi látið starfsfólk sitt vinna yfirvinnu án þess að borga þeim meira, látið þau vinna yfir nóttina, og svo hafi Carroll oft og mörgum sinnum látið þau heyra það. Einnig segir fólk nátengt félaginu að Hansen hafi ekki hundsvit á fótbolta.

Gunnhildur Yrsa hefur leikið með Utah Royals frá 2018 en hún er núna hjá Val á láni.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner