Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 04. mars 2024 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Ísak Andri skoraði er Norrköping fór áfram í bikarnum
Ísak Andri Sigurgeirsson
Ísak Andri Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnumaðurinn Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði seinna mark Norrköping í 2-2 jafntefli gegn Sirius í riðlakeppni sænska bikarsins í dag, en stigið dugði til að komast áfram í 8-liða úrslit.

Ísak Andri hefur þolinmóður beðið eftir tækifærinu og nýtti sínar mínútur vel í dag.

Hann kom inn af bekknum á 79. mínútu og skoraði aðeins tæpum þremur mínútum síðar.

Sirius jafnaði metin nokkrum mínútum síðar og endaði leikurinn 2-2.

Markið hans Ísaks reyndist afar mikilvægt því það kom Norrköping áfram í 8-liða úrslit. Liðið hafnaði í efsta sæti riðilsins með 5 stig, eins og öll hin liðin, en með betri markatölu en bæði Sirius og Brage.

Óli Valur Ómarsson var ekki með Sirius í dag og þá var Arnór Ingvi Traustason ekki með Norrköping.
Athugasemdir
banner
banner