Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 04. mars 2024 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Osasuna marði sigur á Alaves
Ante Budimir skoraði sigurmark Osasuna
Ante Budimir skoraði sigurmark Osasuna
Mynd: EPA
Osasuna 1 - 0 Alaves
1-0 Ante Budimir ('76 )

Króatíski sóknarmaðurinn Ante Budimir var hetja Osasuna í 1-0 sigri liðsins á Deportivo Alaves í La Liga á Spáni í kvöld.

Heimamenn í Osasuna urðu fyrir áfalli snemma leiks er Kike Barja, einn besti maður liðsins, meiddist. Osasuna tókst samt sem áður að skapa nokkur hættuleg færi í hálfleiknum en Antonio Sivera gerði vel að verja skalla frá þeim Budimir og David Garcia.

Samu Omorodion fékk besta færi Alaves er hann setti boltann í stöng undir lok hálfleiksins. Hann kom sér í annað gott færi í síðari hálfleiknum en þá varði Sergio Herrera frá honum á nærstönginni.

Sigurmarkið kom fyrir rest og var það nokkuð verðskuldað. Ante Budimir skoraði þá eftir sendingu Ruben Garcia. Alaves setti menn ofar á völlinn til að ná í jöfnunarmark en það kom aldrei og lokatölur því 1-0 Osasuna í vil.

Osasuna hefur ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum og er nú í 10. sæti með 36 stig á meðan Alaves er í 13. sæti með 29 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 26 6 1 71 22 +49 84
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 33 13 12 8 46 35 +11 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner