Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   fim 04. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Valdimar Logi framlengir við KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hefur framlengt samning sinn við Valdimar Loga Sævarsson en samningurinn gildir út 2026.

Valdimar, sem er nýorðinn 18 ára gamall, spilaði sex leiki í Bestu deildinni á síðasta tímabili og er farinn að vinna sér inn stærra og stærra hlutverk í liðinu.

Hann lék sinn fyrsta leik aðeins 16 ára gamall í sigri á Reyni Sandgerði í Mjólkurbikarnum og hefur síðan spilað ellefu leiki, þar af tvo í Evrópukeppni.

Framtíð hans liggur hjá KA en hann hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir næstu þrjú tímabil.

Valdimar á að baki 4 landsleiki fyrir U17 ára landslið Íslands og þykir gríðarlegt efni. Þess má til gamans geta að Valdimar er sonur Sævars Péturssonar, framkvæmdastjóra KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner