Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 04. maí 2022 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Aldrei afskrifa Real Madrid
Karim Benzema skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í framlengingunni
Karim Benzema skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í framlengingunni
Mynd: Getty Images
Riyad Mahrez taldi sig hafa unnið einvígið fyrir Man City en svo var ekki
Riyad Mahrez taldi sig hafa unnið einvígið fyrir Man City en svo var ekki
Mynd: Getty Images
Karim Benzema skoraði sigurmarkið og tryggði Real Madrid í úrslit
Karim Benzema skoraði sigurmarkið og tryggði Real Madrid í úrslit
Mynd: Getty Images
Real Madrid 3 - 1 Manchester City (Samanlagt 6-5)
0-1 Riyad Mahrez ('73 )
1-1 Rodrygo ('90 )
2-1 Rodrygo ('90 )
3-1 Karim Benzema ('95 , víti)

Real Madrid er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Manchester City í seinni undanúrslitaleik liðanna á Santiago Bernabeu en liðið fer samanlagt áfram 6-5. Það voru tvö mörk frá Rodrygo undir lok leiks sem hjálpaði liðinu í úrslitaleikinn.

Franski framherjinn Karim Benzema átti fyrsta hættulega færi leiksins er hann skallaði boltanum yfir markið eftir fyrirgjöf frá Dani Carvajal.

Það færðist smá hiti í leikinn nokkrum mínútum síðar er brasilíski miðjumaðurinn Casemiro fór aftan í Kevin de Bruyne. Í kjölfarið fóru þeir Aymeric Laporte og Luka Modric að rífast sem endaði með að Laporte lét sig detta í grasið. Leiklistartilburðir hjá Laporte og fengu báðir gula spjaldið.

Man City var með öll tök á fyrri hálfleiknum. Liðið skapaði sér nokkur fín færi og náði að halda sóknarleik Madrídinga niðri og staðan í hálfleik markalaus.

Madrídingar fengu dauðafæri strax í byrjun síðari hálfleiks. Dani Carvajal kom með fyrirgjöf frá hægri og í átt að fjærstönginni þar sem Vinicius Jr var mættur en hann, á einhvern ótrúlegan hátt, skaut framhjá. Þetta var færið til að koma Madrídingum inn í leikinn.

Vinicius fékk annað tækifæri tæpum tíu mínútum síðar er Casemiro þræddi hann í gegn en fyrsta snertingin var slök og tókst Laporte að koma til bjargar. Brasilíumaðurinn ekki alveg að finna taktinn.

Gestirnir refsuðu Madrídingum fyrir það því Riyad Mahrez skoraði á 73. mínútu. Bernardo Silva keyrði fram með boltann og í átt að teignum áður en hann fann Mahrez hægra megin við sig. Hann tók boltann í fyrsta efst upp í hægra hornið og staðan 1-0.

Ef það er eitt öruggt í þessu þá er aldrei hægt að afskrifa lið sem hefur unnið Meistaradeildina jafnoft og Real Madrid hefur gert.

Rodrygo, sem hafði komið inná sem varamaður fyrir Toni Kroos um miðjan síðari hálfleikinn, jafnaði leikinn undir lok venjulegs leiktíma en Benzema átti þá laglega sendingu á Brasilíumanninn sem skoraði með góðu skoti.

Rúmri mínútu síðar kom hann Madrídingum yfir og jafnaði þar með einvígið í heild sinni. Dani Carvajal átti fyrirgjöf frá hægri og var Rodrygo réttur maður á réttum stað til að skora. Þvílík innkoma hjá honum.

Leikurinn var því framlengdur en þegar rúmar fjórar mínútur voru búnar af framlengingunni þ ákvað Ruben Dias að brjóta á Benzema innan teigs og benti ítalski dómarinn, Daniele Orsato, á punktinn. Benzema skoraði sjálfur úr vítinu og Madrídingar yfir í einvíginu.

Phil Foden komst nálægt því að skora undir lok fyrri hluta framlengingarinnar en Thibaut Courtois varði meistaralega frá honum.

Madrídingar náðu að halda út og eru á leið í úrslitaleikinn þar sem liðið mætir Liverpool í París þann 28. maí. Gríðarlega svekkjandi úrslit fyrir Man City sem virtist hafa þetta í hendi sinni þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma en liðið kastaði þessu frá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner