Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. maí 2022 14:21
Elvar Geir Magnússon
Reglur rýmkaðar vegna leikmanna frá Úkraínu
Oleksiy Bykov, úkraínskur leikmaður KA.
Oleksiy Bykov, úkraínskur leikmaður KA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stjórn KSÍ samþykkti á síðasta fundi sínum að rýmka heimild í reglugerð vegna úkraínskra leikmanna. Þetta er gert eftir innrás Rússlands í Úkraínu en margir Úkraínumenn hafa yfirgefið heimaland sitt.

Félögum er heimilt tímabundið út árið 2022 að vera með að hámarki fjóra leikmenn frá öðrum löndum en Evrópska efnahagssvæðinu, Færeyjum og Grænlandi skráða á leikskýrslu svo lengi sem a.m.k. einn þeirra leikmanna sé frá Úkraínu.

Þannig gildir áfram sú meginregla að að hámarki þrír leikmenn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, Færeyja og Grænlands mega vera skráðir á leikskýrslu hjá félögum í leikjum á vegum KSÍ en tímabundið, af mannúðarástæðum, megi leikmenn utan Evrópska efnahagssvæðisins, Færeyja og Grænlands vera fjórir á leikskýrslu, ef a.m.k. einn þeirra leikmanna er frá Úkraínu.

Sjá einnig:
Leikmaður KA: Rússar hafa lagt heimili mitt í rúst
Athugasemdir
banner
banner
banner