Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. júlí 2021 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sævar Atli spáir í tíundu umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Sævar Atli Magnússon var einn af betri leikmönnum Lengjudeildarinnar í fyrra.
Sævar Atli Magnússon var einn af betri leikmönnum Lengjudeildarinnar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Óskar Óskarsson, bílasali, í leik með Aftureldingu.
Kristófer Óskar Óskarsson, bílasali, í leik með Aftureldingu.
Mynd: Raggi Óla
Þórður Gunnar Hafþórsson, leikmaður Fylkis, var með tvo hárrétt úrslit þegar hann spáði í níundu umferð Lengjudeildarinnar. Hin fjögur úrslitin sem hann giskaði á, voru ekki alveg rétt.

Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis í Breiðholti, tók það verkefni að sér að spá í tíundu umferð Lengjudeildarinnar sem hefst í dag.

Vestri 1 - 2 Fjölnir (14 í dag)
Það eru alltaf alvöru baráttuleikir þegar Vestri spilar á heimavelli. En það er alvöru reynsla í þessu Fjölnisliði og þeir kunna að spila á erfiðum útivöllum. Jóhann Árni með eitt og Eysteinn Þorri þakkar traustið og skorar. Hann mun gjörsamlega prjóna yfir sig í fagnaðarlátunum

Selfoss 2 - 3 Þór (18 á mánudag)
Gary Martin verður með flugeldasýningu í fyrri hálfleik en Hermann Helgi öskrar sína menn í gang og seinni hálfleikur verður eign Þórsara. Jóhann Helgi setur tvö í lokin og keyrir skellihlæjandi heim á markabílnum.

Þróttur R. 1 - 2 ÍBV (18 á morgun)
ÍBV eru með rosalegan hóp og þeir halda áfram að safna stigum, en Þróttarar munu gefa þeim leik. Minn allra besti Andi Hoti á eftir að eiga stórleik og á eftir að setja eitt eftir hornspyrnu, en Sito potar inn einu og Guðjón Pétur skorar úr aukaspyrnu, skeytin, sláin, stöngin inn.

Grótta 3 - 0 Víkingur Ó. (19:15 á morgun)
Grótta kemst á skrið og vinna þennan sannfærandi. Pétur Theódór skorar 100% eftir hornspyrnu og Ólafur Karel skorar líka, en fær mjög líklega rautt spjald því miður.

Grindavík 2 - 2 Afturelding (19:15 á morgun)
Sindri Björnsson vs Kristófer Óskar show. Sindri skorar tvö en hann hefur nánast ekki skorað mark síðan hann átti óvæntasta season sem menn hafa séð á Íslandi árið 2014, en þá náði hann að pota inn 13 mörkum; gjörsamlega galið - ég veit. Kristófer Óskar, bílasali, skorar einnig tvö enda alvöru spilari.

Fram 1 - 1 Kórdrengir (19:15 á morgun)
Úfff, leikur umferðarinnar. Kórdrengir að mæta á sinn gamla heimavöll þar sem þeir töpuðu varla leik og þeir gera það ekki núna heldur. Þeir verða vel skipulagðir og fastir fyrir eins og vanalega, og Fram verður í þvílíku brasi með að opna þá. En samt sem áður búa Tryggvi Snær og Fred til eitt mark fyrir Framara, og Ásgeir Frank skorar úr aukaspyrnu þar sem hann laumar honum undir vegginn.

Fyrri spámenn:
Adam Ægir Pálsson (5 réttir)
Axel Óskar Andrésson (3 réttir)
Stubbur (3 réttir)
Úlfur Blandon (3 réttir)
Rafn Markús Vilbergsson (2 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (2 réttir)
(Ægir Jarl Jónasson (2 réttir)
Þórður Gunnar Hafþórsson (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner