Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. nóvember 2022 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu svar Vöndu - Var ekki ferðafær því hún reif liðþófa
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið fagnar marki.
Íslenska karlalandsliðið fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðið spilar við Sádí-Arabíu á sunnudaginn.
Landsliðið spilar við Sádí-Arabíu á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á sunnudaginn fer fram leikur vináttulandsleikur Íslands og Sádí-Arabíu í Dúbaí. Það má með sanni segja að þessi vináttulandsleikur sé umdeildur.

Sjá einnig:
Mikill meirihluti á móti vináttulandsleiknum gegn Sádí-Arabíu

Það hefur verið talsvert gagnrýnt að KSÍ hafi samþykkt að spila vináttuleik við Sáda í ljósi mikilla mannréttindabrota í landinu.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, talaði um það þegar leikurinn var samþykktur að KSÍ ætlaði að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. „Ég skil alveg spurningarnar. En við höfum trú á að samtalið og samræðan geti skilað ennþá meiri árangri. Að nota fótboltann sem verkfæri til félagslegra breytinga. Við ætlum að nýta tækifærið í haust til að koma alls konar skilaboðum á framfæri og ég trúi því að það hafi meiri áhrif og mikil áhrif," sagði Vanda í samtali við RÚV.

„Við erum til dæmis með konu sem formann, konu sem varaformann, konu sem framkvæmdastjóra. Við getum mætt og tekið í höndina á þeim. Ég get haldið ræður og sent út skilaboð, við getum verið með skilaboð á vellinum og það er ýmislegt sem við getum gert og ætlum okkur að gera."

Vanda segir að plönin hafi breyst þegar hún sleit liðþófa á dögunum. Hún er ekki ferðafær og komst því ekki með til Dúbaí. Í svari við fyrirspurn Fótbolta.net segir hún hins vegar að KSÍ sé ekki af baki dottið.

Fyrirspurnin, sem var send í gær, hljóðaði svona: „Er eitthvað búið að plana hvað verður gert í tengslum við þennan leik þegar kemur að skilaboðum og ræðuhöldum?"

Svar Vöndu var að berast og er það svona:
„Ég varð fyrir því óláni að rífa liðþófa á dögunum og var því miður ekki ferðafær í ferð A landsliðs karla í leikinn gegn Sádí-Arabíu. Þetta breytti okkar áætlunum."

„Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, er þó með liðinu og mun hitta fulltrúa knattspyrnusambands Sádí-Arabíu á sunnudaginn. Ég og við hjá KSÍ erum þó hvergi af baki dottin. Þegar ljóst var að ég gat ekki ferðast óskuðum við eftir fundi með knattspyrnusambandi Sádí Arabíu og hafa þeir samþykkt þá ósk okkar. Sá fundur verður haldinn á FIFA Executive Football Summit í Katar seinni partinn í þessum mánuði. Þar ætlum við meðal annars að ræða um kvennaknattspyrnu og bjóða okkar stuðning. Við höfum einnig tekið málið upp á vettvangi UEFA, þá sérstaklega um jafnrétti og mikilvægi samtalsins. Við hyggjumst því halda samtalinu áfram með jafnrétti að leiðarljósi."




Það verður áhugavert að fræðast um það hvað kemur út úr þessum fundum á sunnudaginn og síðar í þessum mánuði, en Ísland er fyrsta Norðurlandaþjóðin til að spila við Sádí-Arabíu síðan 2006, og erum við að gera það sjálfviljug. Um leið er óhætt að segja að við séum að hjálpa þeim í hvítþvætti sínum í gegnum íþróttir.

Sjá einnig:
Upphæðin sem KSÍ fær frá Sádum er trúnaðarmál
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner